„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49