Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 13:53 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Frá þessu segir á vef Landspítala. Þar segir að umsóknarferlið hafi farið þannig fram að innsend umsóknargögn hafi verið metin og út frá þeim hafi tveir til fimm einstaklingar verið boðaðir í viðtal fyrir hvert starf. „Að því mati loknu var tekin ákvörðun um að óska eftir frekari kynningu á framtíðarsýn og áformum fyrstu 100 dagana í starfi frá umsækjendum um nokkur starfanna. Loks var haft samband við umsagnaraðila og að því búnu var heildstætt mat lagt á hæfni umsækjenda um hvert starf. Reynt var að hraða ferli ráðninga eins og mögulegt var án þess að það kæmi niður á gæðum ferlisins. Ekki hefur reynst unnt að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra skurðlækningaþjónustu og skurðstofu og gjörgæsluþjónustu. Í ljósi þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fela reyndum aðila innan sviðsins starf framkvæmdastjóra tímabundið.“ Már Kristjánsson verður framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala verður skipuð eftirtöldum aðilum frá og með 1. janúar 2023. Runólfur Pálsson, forstjóri Framkvæmdastjórar klínískra sviða: Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu (ráðinn tímabundið) Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu Guðný Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar og þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu.Vísir/Arnar Framkvæmdastjórar stoðsviða: Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga (ráðinn tímabundið vegna fjarveru Ólafs Baldurssonar) Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Loks hefur Þórunn Oddný Steinsdóttir verið ráðin í starf skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra. Haft er eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, að niðurstaða ferlisins sé sú að hann hafi valið framkvæmdastjórn sem hann telji búa yfir mikilli þekkingu á starfsemi spítalans og færni til að mæta þeim áskorunum sem framundan séu, auk þess að hafa til að bera skýra sýn og metnaðarfullar áætlanir um framþróun spítalans hvort sem er á sviði klínískrar þjónustu, menntunar, vísindastarfs eða rekstrar. „Ráðningarferlið hefur í mínum huga varpað ljósi á einstakan metnað umsækjenda og áhuga fyrir óeigingjörnu starfi í þágu Landspítala. Fyrir það er ég afar þakklátur og fullur bjartsýni þegar horft er til framtíðar,“ segir Runólfur. Nýtt skipurit spítalans var kynnt í lok október síðastliðinn. Landspítalinn Vistaskipti Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Frá þessu segir á vef Landspítala. Þar segir að umsóknarferlið hafi farið þannig fram að innsend umsóknargögn hafi verið metin og út frá þeim hafi tveir til fimm einstaklingar verið boðaðir í viðtal fyrir hvert starf. „Að því mati loknu var tekin ákvörðun um að óska eftir frekari kynningu á framtíðarsýn og áformum fyrstu 100 dagana í starfi frá umsækjendum um nokkur starfanna. Loks var haft samband við umsagnaraðila og að því búnu var heildstætt mat lagt á hæfni umsækjenda um hvert starf. Reynt var að hraða ferli ráðninga eins og mögulegt var án þess að það kæmi niður á gæðum ferlisins. Ekki hefur reynst unnt að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra skurðlækningaþjónustu og skurðstofu og gjörgæsluþjónustu. Í ljósi þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fela reyndum aðila innan sviðsins starf framkvæmdastjóra tímabundið.“ Már Kristjánsson verður framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala verður skipuð eftirtöldum aðilum frá og með 1. janúar 2023. Runólfur Pálsson, forstjóri Framkvæmdastjórar klínískra sviða: Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu (ráðinn tímabundið) Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu Guðný Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar og þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu.Vísir/Arnar Framkvæmdastjórar stoðsviða: Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga (ráðinn tímabundið vegna fjarveru Ólafs Baldurssonar) Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Loks hefur Þórunn Oddný Steinsdóttir verið ráðin í starf skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra. Haft er eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, að niðurstaða ferlisins sé sú að hann hafi valið framkvæmdastjórn sem hann telji búa yfir mikilli þekkingu á starfsemi spítalans og færni til að mæta þeim áskorunum sem framundan séu, auk þess að hafa til að bera skýra sýn og metnaðarfullar áætlanir um framþróun spítalans hvort sem er á sviði klínískrar þjónustu, menntunar, vísindastarfs eða rekstrar. „Ráðningarferlið hefur í mínum huga varpað ljósi á einstakan metnað umsækjenda og áhuga fyrir óeigingjörnu starfi í þágu Landspítala. Fyrir það er ég afar þakklátur og fullur bjartsýni þegar horft er til framtíðar,“ segir Runólfur. Nýtt skipurit spítalans var kynnt í lok október síðastliðinn.
Landspítalinn Vistaskipti Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04