Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 16:05 Fjölmargir íbúar Hafnarfjarðar hafa kvartað yfir lyktinni, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Vísir/Vilhelm Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu. Hafnarfjörður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu.
Hafnarfjörður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira