Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2022 21:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri vill ekki meina að hlutirnir hafi beinlínis farið úrskeiðis þegar loka þurfti Reykjanesbraut í rúman sólarhring. Vísir/Egill Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. Reykjanesbrautin var lokuð í rúman sólarhring frá aðfaranótt mánudags til hádegis á þriðjudag en á veginum var hávaðarok, blint og mikill skafrenningur. Lokunin hafði þau áhrif að flugferðum var aflýst og hafði röskunin áhrif á um 24 þúsund farþega, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri segir allt hafa verið reynt til að halda brautinni opinni en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður þar sem það snjóar yfirleitt ekki mjög mikið á Reykjanesinu, hvað þá á svona stuttum tíma. „Við erum annars vegar mjög áköf um það að sinna þessu af alúð og halda þessari braut opinni. Á hinn bóginn þá erum við líka háð þeim veðuraðstæðum sem við erum að takast á við á ákveðnum tíma og þessar aðstæður voru fordæmalausar miðað við þá reynslu sem við höfum,“ segir Bergþóra. Ekki hafi skort viðbrögð af þeirra hálfu en þau fréttu af því síðdegis á sunnudag að veðurspáin færi versnandi. Fjórir stórir bílar og átta moksturstæki hafi verið á sólarhringsvakt allt frá föstudeginum. Tilraunir til að opna veginn aftur eftir að honum var lokað á aðfaranótt mánudags gengu illa. „Það liggur alveg fyrir að það er gríðarleg ákefð af okkar hendi að halda þeim vegi opnum og við reyndum það þarna á mánudeginum. Það endaði svo með því að við opnuðum ekki fyrr en klukkan níu og menn gáfust upp klukkutíma síðar því að bílarnir voru farnir að fara út af og festa sig,“ segir Bergþóra. Þá var einnig reynt að fara af stað með fylgdarakstur í nokkra klukkutíma en hætt var við það eftir að ein rúta fór út af veginum. Erfitt að komast hjá því að loka veginum Vandamálin voru helst á hringtorgum og miðlægum gatnamótum frá Fitjum að Reykjanesbæ, auk þess sem fjölmargir bílar sátu fastir sem Vegagerðin hefur takmarkaðar heimildir til að fjarlægja. Núverandi tæki Vegagerðarinnar hafi ekki ráðið við stöðuna. „Eitt af því sem við eðlilega munum skoða er hvort okkar grunnviðbragð, það er bara tækjabúnaðurinn okkar, sé nægur. Hann hefur verið nægur kannski síðustu tíu árin en nú fáum við tilfelli þar sem við hefðum viljað vera betur búin,“ segir Bergþóra. Öflugt eftirlit er hjá Vegagerðinni. Vísir/Egill Hún telur ólíklegt að hægt hafi verið að koma í veg fyrir lokunina og vísar til að mynda til Grindavíkurvegarins þar sem það snjóuðu inni tugir ef ekki hundruð bíla á örskömmum tíma eftir umferðaróhapp. „Á svona umferðarmiklum vegi þar stoppa bílar mjög fljótt og það myndast kaos, þannig ég held að það hefði verið erfitt að komast hjá því, ég segi það bara alveg eins og er. En auðvitað snýst rýnin okkar um það, hefðum við geta opnað fyrr,“ segir hún. Skoða hvað hefði verið hægt að gera Allt hafi vissulega verið reynt en þetta verði skoðað nánar í framhaldinu. Mögulega hafi verið hægt að bregðast betur við en það muni koma í ljós. „Ég vil ekki meina að hlutirnir hafi beinlínis farið úrskeiðis. Nú erum við bara að tala um það að við sjáum að þetta gat gerst og við viljum þá fara yfir okkar viðbragð, hvað hefðum við geta gert sem hefði gert okkar viðbragð snarpara og skilvirkara,“ segir Bergþóra. Vegagerðin á fulltrúa í nýskipuðum starfshópi innviðaráðherra en formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis velti því fyrir sér í hádegisfréttum, eftir fund með ráðherranum, hvort að innviðir að Keflavíkurflugvelli hafi einfaldlega ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. „Við getum talað um það almennt að við erum búin að byggja upp nýjan atvinnuveg, sem er ferðaþjónustan, á kannski tólf til fimmtán árum og við náum ekki að fylgja í innviðauppbyggingunni eins hratt og þyrfti, það vitum við. Reykjanesbrautin er bara einn af þeim þáttum,“ segir Bergþóra um innviðauppbyggingu. „Það er eitt af því sem við munum rýna, hvort það megi útbúa þessi mannvirki til þess að þau taki minna á sig,“ segir hún enn fremur. Samgöngur Veður Reykjanesbær Snjómokstur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12 Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. 21. desember 2022 15:01 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Reykjanesbrautin var lokuð í rúman sólarhring frá aðfaranótt mánudags til hádegis á þriðjudag en á veginum var hávaðarok, blint og mikill skafrenningur. Lokunin hafði þau áhrif að flugferðum var aflýst og hafði röskunin áhrif á um 24 þúsund farþega, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri segir allt hafa verið reynt til að halda brautinni opinni en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður þar sem það snjóar yfirleitt ekki mjög mikið á Reykjanesinu, hvað þá á svona stuttum tíma. „Við erum annars vegar mjög áköf um það að sinna þessu af alúð og halda þessari braut opinni. Á hinn bóginn þá erum við líka háð þeim veðuraðstæðum sem við erum að takast á við á ákveðnum tíma og þessar aðstæður voru fordæmalausar miðað við þá reynslu sem við höfum,“ segir Bergþóra. Ekki hafi skort viðbrögð af þeirra hálfu en þau fréttu af því síðdegis á sunnudag að veðurspáin færi versnandi. Fjórir stórir bílar og átta moksturstæki hafi verið á sólarhringsvakt allt frá föstudeginum. Tilraunir til að opna veginn aftur eftir að honum var lokað á aðfaranótt mánudags gengu illa. „Það liggur alveg fyrir að það er gríðarleg ákefð af okkar hendi að halda þeim vegi opnum og við reyndum það þarna á mánudeginum. Það endaði svo með því að við opnuðum ekki fyrr en klukkan níu og menn gáfust upp klukkutíma síðar því að bílarnir voru farnir að fara út af og festa sig,“ segir Bergþóra. Þá var einnig reynt að fara af stað með fylgdarakstur í nokkra klukkutíma en hætt var við það eftir að ein rúta fór út af veginum. Erfitt að komast hjá því að loka veginum Vandamálin voru helst á hringtorgum og miðlægum gatnamótum frá Fitjum að Reykjanesbæ, auk þess sem fjölmargir bílar sátu fastir sem Vegagerðin hefur takmarkaðar heimildir til að fjarlægja. Núverandi tæki Vegagerðarinnar hafi ekki ráðið við stöðuna. „Eitt af því sem við eðlilega munum skoða er hvort okkar grunnviðbragð, það er bara tækjabúnaðurinn okkar, sé nægur. Hann hefur verið nægur kannski síðustu tíu árin en nú fáum við tilfelli þar sem við hefðum viljað vera betur búin,“ segir Bergþóra. Öflugt eftirlit er hjá Vegagerðinni. Vísir/Egill Hún telur ólíklegt að hægt hafi verið að koma í veg fyrir lokunina og vísar til að mynda til Grindavíkurvegarins þar sem það snjóuðu inni tugir ef ekki hundruð bíla á örskömmum tíma eftir umferðaróhapp. „Á svona umferðarmiklum vegi þar stoppa bílar mjög fljótt og það myndast kaos, þannig ég held að það hefði verið erfitt að komast hjá því, ég segi það bara alveg eins og er. En auðvitað snýst rýnin okkar um það, hefðum við geta opnað fyrr,“ segir hún. Skoða hvað hefði verið hægt að gera Allt hafi vissulega verið reynt en þetta verði skoðað nánar í framhaldinu. Mögulega hafi verið hægt að bregðast betur við en það muni koma í ljós. „Ég vil ekki meina að hlutirnir hafi beinlínis farið úrskeiðis. Nú erum við bara að tala um það að við sjáum að þetta gat gerst og við viljum þá fara yfir okkar viðbragð, hvað hefðum við geta gert sem hefði gert okkar viðbragð snarpara og skilvirkara,“ segir Bergþóra. Vegagerðin á fulltrúa í nýskipuðum starfshópi innviðaráðherra en formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis velti því fyrir sér í hádegisfréttum, eftir fund með ráðherranum, hvort að innviðir að Keflavíkurflugvelli hafi einfaldlega ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. „Við getum talað um það almennt að við erum búin að byggja upp nýjan atvinnuveg, sem er ferðaþjónustan, á kannski tólf til fimmtán árum og við náum ekki að fylgja í innviðauppbyggingunni eins hratt og þyrfti, það vitum við. Reykjanesbrautin er bara einn af þeim þáttum,“ segir Bergþóra um innviðauppbyggingu. „Það er eitt af því sem við munum rýna, hvort það megi útbúa þessi mannvirki til þess að þau taki minna á sig,“ segir hún enn fremur.
Samgöngur Veður Reykjanesbær Snjómokstur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12 Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. 21. desember 2022 15:01 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12
Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. 21. desember 2022 15:01
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32