Sveindís sat allan tíman á bekknum hjá Wolfsburg í kvöld, en sigur lðsins var aldrei í hættu. Wolfsburg tók forystuna strax á fimmtu mínútu og staðan var orðin 0-3 þegar gengið var til búningsherbergja.
Gestinrir voru svo búnir að skora samtals sjö mörk áður en heimakonur svöruðu fyrir sig, en niðurstaðan varð að lokum afar öruggur 2-8 sigur.
Wolfsburg lýkur því riðlakeppninni í efsta sæti B-riðils með 14 stig, einu stigi meira en Roma sem fylgir liðinu upp úr riðlinum. St. Polten endar hins vegar í þriðja sæti með fjögur stig.
Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti PSG í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli. Vhelsea endar því í efsta sæti með 16 stig, sex stigum meira en PSG sem endar í öðru sæti.