Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 09:10 Donald Trump ræði við Mike Pence varaforseta í síma að morgni dags 6. janúar 2020. Hann vildi að Trump neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna á þingfundi síðar um daginn. AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti 814 blaðsíðna langa skýrslu um rannsókn sína á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2020 í gær. Hún byggir á viðtölum við fleiri en þúsund vitni, þar á meðal nána ráðgjafa fyrrverandi forsetans, lögreglumenn og uppreisnarmennina sjálfa, og meira en milljón blaðsíðum af skjölum. Niðurstaða nefndarinnar er að Trump hafi staðið í margþáttuðu og glæpsamlegu samsæri um að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Í því skyni þrýsti hann á ríki, embættismenn alríkisstjórnarinnar, þingmenn og Mike Pence, varaforseta, um að fremja lögbrot eða svindla. Daginn sem árásin var gerð vildi Trump að Pence beitti sér ólöglega og neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Hann hafði ítrekað sagt stuðningsmönnum sínum að Pence gæti gert það. Eftir að múgurinn gerði árás á þinghúsið hafi Trump ekki reynt að stöðva hann. Árásin ógnaði lýðræðinu alvarlega og setti líf þingmanna í hættu, að mati nefndarinnar sem fulltrúar beggja flokka áttu sæti í. Lokaskýrsla 6. janúarnefndarinnar telur 814 blaðsíður.AP/Jon Elswick Gróf undan trausti með endurteknum lygum Á þeim tveimur mánuðum sem liðu á milli kjördags og árásarinnar á þinghúsið skrásetti nefndin að minnsta kosti tvö hundruð dæmi um að Trump eða ráðgjafar hans hafi haft samband við, sett þrýsting á, fordæmt eða ráðist á ríkisþingmenn og fulltrúa kjörstjórna í einstökum ríkjum eða sýslum til þess að fá þá til að snúa við úrslitum kosninganna í ákveðnum lykilríkjum. Ítrekað lygar Trump um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör hafi hlotið hljómgrunn hjá stuðningsmönnum forsetans. Þannig hafi hann grafið undan trausti á stjórnvöldum. Þegar fylgjendur hans beittu ofbeldi til að reyna að koma í veg fyrir að þingið staðfesti úrslit kosninganna gerði Trump lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir það. Því leggur nefndin til að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. Vísar hún til fjórtánda viðaukans við stjórnarskrá Bandaríkjanna hægt sé að banna þeim sem sverja eið um að verja stjórnarskrá að sitja í embætti ef þeir taka þá í uppreisn. Áður hafði nefndin mælt með því að dómsmálaráðuneytið léti rannsaka hvort að Trump hefði gerst sekur um fjóra glæpi, þar á meðal að leggja uppreisn lið. Á myndbandinu frá NBC-sjónvarpsstöðinni hér fyrir neðan má sjá samantekt nefndarinnar á því sem hún taldi lykilsönnunargögn í rannsókn hennar. Brugðust ekki við upplýsingum um að hætta væri í vændum Löggæslu- og leyniþjónustustofnanir fá einnig á baukinn hjá þingnefndinni. Þær hafi hvorki deilt upplýsingum sín á milli né brugðist nægilega við jafnvel þó að stuðningsmenn Trump hafi undirbúið ofbeldið á netinu í fleiri vikur áður en árásin var gerð. Þau mistök hafi sett lögreglumenn sem vörðu þinghúsið og alla innandyra í hættu. Nefndin tekur þó skýrt fram að þau mistök hafi ekki verið meginorsök árásarinnar. „Að forseti Bandaríkjanna æsti upp múg til að ganga fylktu liði að þinghúsinu og stöðva störf þingsins er ekki atburðarás sem leyniþjónustu- og löggæslusamfélagið sá fyrir sér fyrir þetta land,“ sagði Benny Thompson, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Mississippi. Það hafi verið Trump sjálfur sem kveikti bálið. „En vikurnar á undan var brenniviðnum sem hann kveikti á endanum í safnað saman fyrir allra augum.“ Trump tekur upp myndbandsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að fara heim. Hann sagðist einnig elska þá þar sem þeir væru einstakir.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings „Við lítum öll út eins og innlendir hryðjuverkamenn núna“ Því er lýst hvernig Trump sat í Hvíta húsinu og fylgdist með ofbeldinu í sjónvarpinu án þess að skerast í leikinn. Hann hélt baráttufund með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg fyrr um daginn þar sem hann hvatti þá til að ganga að þinghúsinu og hét því að hann yrði með þeim. Alls liðu meira en þrjár klukkustundir frá því að Trump lauk ræðu sinni á útifundinum þar til hann sendi út myndbandsskilaboð til að hvetja stuðningsmennina til þess að fara heim til sín. „Við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump í skilaboðunum sem voru send út eftir að umsátursástand var hafið um þinghúsið. Nefndarmenn saka Trump um vanrækslu á skyldum sínum. Hann hafi haft mest völd til þess að grípa inn í en látið það ógert. Á sama tíma grátbað Pence varaforseti um að þjóðvarðlið yrði kallað út strax til þess að stöðva múginn sem hafði uppi köll um að hengja Pence vegna þess að hann fór ekki að vilja Trump. Skellti Trump skollaeyrum við áköllum tuga starfsmanna og ráðgjafa sinna um að gefa út afdráttarlausari yfirlýsingu til þess að reyna að stöðva ofbeldið. „Við lítum öll út eins og innlendir hryðjuverkamenn núna,“ skrifaði Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump til fjölda ára í smáskilaboðum til skrifstofustjóra Ivönku Trump, dóttur Trumps, sem þá starfaði í Hvíta húsinu. Til að bæta gráu ofan á svart tísti Trump um að Pence hefði ekki haft „hugrekki til að gera það sem þurfti til að vernda landið okkar og stjórnarskrána“ rétt um það leyti sem fyrstu uppreisnarmennirnir brutu sér leið inn í þinghúsið. Nefndin segir að svo gott sem allt starfslið Hvíta hússins sem bar vitni hafi fordæmt tístið. „Að ráðast á varaforsetann? Hvað í fjáranum er að honum“ sagði Hicks í skilaboðum til annars kollega að kvöldi 6. janúar. Mike Pence varaforseti skoðar síma sinn eftir að hann var fluttur í öruggt skjól þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið. Stuðningsmennirnir kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur og einhverjir þeirra reistu jafnvel gálga fyrir utan bygginguna.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Þrýst á vitni að vera ekki of lausmálga Trump sakaði 6. janúarnefndina um að vera „mjög hlutdræga“ í samfélagsmiðlafærslu í gær. Hélt hann því ranglega fram að nefndin hefði ekki greint frá yfirlýsingu hans um að fylgismenn hans ættu að mótmæla „friðsamlega og af föðurlandsást“ daginn sem árásin var gerð. Þá yfirlýsingu var þvert á móti að finna í skýrslu þingnefndarinnar. Hún benti aftur á móti á að Trump hafi fylgt því ákalli sínu eftir með því að endurtaka lygar um kosningarnar og hvetja stuðningsmenn sína til þess að „berjast á fullu“. Nefndin er nú byrjuð að birta opinberlega eftirrit af skýrslum sem hún tók af vitnum. Í eftirriti af framburði Cassidy Hutchinson, starfsmanns Hvíta hússins, kom fram að fjöldi bandamanna Trump, þar á meðal lögmaður hennar sjálfrar, hafi þrýst á hana að tala ekki of opinskátt um atburðina við nefndina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Mælast til þess að Trump verði ákærður Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. 19. desember 2022 23:09 „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti 814 blaðsíðna langa skýrslu um rannsókn sína á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2020 í gær. Hún byggir á viðtölum við fleiri en þúsund vitni, þar á meðal nána ráðgjafa fyrrverandi forsetans, lögreglumenn og uppreisnarmennina sjálfa, og meira en milljón blaðsíðum af skjölum. Niðurstaða nefndarinnar er að Trump hafi staðið í margþáttuðu og glæpsamlegu samsæri um að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Í því skyni þrýsti hann á ríki, embættismenn alríkisstjórnarinnar, þingmenn og Mike Pence, varaforseta, um að fremja lögbrot eða svindla. Daginn sem árásin var gerð vildi Trump að Pence beitti sér ólöglega og neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Hann hafði ítrekað sagt stuðningsmönnum sínum að Pence gæti gert það. Eftir að múgurinn gerði árás á þinghúsið hafi Trump ekki reynt að stöðva hann. Árásin ógnaði lýðræðinu alvarlega og setti líf þingmanna í hættu, að mati nefndarinnar sem fulltrúar beggja flokka áttu sæti í. Lokaskýrsla 6. janúarnefndarinnar telur 814 blaðsíður.AP/Jon Elswick Gróf undan trausti með endurteknum lygum Á þeim tveimur mánuðum sem liðu á milli kjördags og árásarinnar á þinghúsið skrásetti nefndin að minnsta kosti tvö hundruð dæmi um að Trump eða ráðgjafar hans hafi haft samband við, sett þrýsting á, fordæmt eða ráðist á ríkisþingmenn og fulltrúa kjörstjórna í einstökum ríkjum eða sýslum til þess að fá þá til að snúa við úrslitum kosninganna í ákveðnum lykilríkjum. Ítrekað lygar Trump um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör hafi hlotið hljómgrunn hjá stuðningsmönnum forsetans. Þannig hafi hann grafið undan trausti á stjórnvöldum. Þegar fylgjendur hans beittu ofbeldi til að reyna að koma í veg fyrir að þingið staðfesti úrslit kosninganna gerði Trump lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir það. Því leggur nefndin til að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. Vísar hún til fjórtánda viðaukans við stjórnarskrá Bandaríkjanna hægt sé að banna þeim sem sverja eið um að verja stjórnarskrá að sitja í embætti ef þeir taka þá í uppreisn. Áður hafði nefndin mælt með því að dómsmálaráðuneytið léti rannsaka hvort að Trump hefði gerst sekur um fjóra glæpi, þar á meðal að leggja uppreisn lið. Á myndbandinu frá NBC-sjónvarpsstöðinni hér fyrir neðan má sjá samantekt nefndarinnar á því sem hún taldi lykilsönnunargögn í rannsókn hennar. Brugðust ekki við upplýsingum um að hætta væri í vændum Löggæslu- og leyniþjónustustofnanir fá einnig á baukinn hjá þingnefndinni. Þær hafi hvorki deilt upplýsingum sín á milli né brugðist nægilega við jafnvel þó að stuðningsmenn Trump hafi undirbúið ofbeldið á netinu í fleiri vikur áður en árásin var gerð. Þau mistök hafi sett lögreglumenn sem vörðu þinghúsið og alla innandyra í hættu. Nefndin tekur þó skýrt fram að þau mistök hafi ekki verið meginorsök árásarinnar. „Að forseti Bandaríkjanna æsti upp múg til að ganga fylktu liði að þinghúsinu og stöðva störf þingsins er ekki atburðarás sem leyniþjónustu- og löggæslusamfélagið sá fyrir sér fyrir þetta land,“ sagði Benny Thompson, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Mississippi. Það hafi verið Trump sjálfur sem kveikti bálið. „En vikurnar á undan var brenniviðnum sem hann kveikti á endanum í safnað saman fyrir allra augum.“ Trump tekur upp myndbandsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að fara heim. Hann sagðist einnig elska þá þar sem þeir væru einstakir.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings „Við lítum öll út eins og innlendir hryðjuverkamenn núna“ Því er lýst hvernig Trump sat í Hvíta húsinu og fylgdist með ofbeldinu í sjónvarpinu án þess að skerast í leikinn. Hann hélt baráttufund með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg fyrr um daginn þar sem hann hvatti þá til að ganga að þinghúsinu og hét því að hann yrði með þeim. Alls liðu meira en þrjár klukkustundir frá því að Trump lauk ræðu sinni á útifundinum þar til hann sendi út myndbandsskilaboð til að hvetja stuðningsmennina til þess að fara heim til sín. „Við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump í skilaboðunum sem voru send út eftir að umsátursástand var hafið um þinghúsið. Nefndarmenn saka Trump um vanrækslu á skyldum sínum. Hann hafi haft mest völd til þess að grípa inn í en látið það ógert. Á sama tíma grátbað Pence varaforseti um að þjóðvarðlið yrði kallað út strax til þess að stöðva múginn sem hafði uppi köll um að hengja Pence vegna þess að hann fór ekki að vilja Trump. Skellti Trump skollaeyrum við áköllum tuga starfsmanna og ráðgjafa sinna um að gefa út afdráttarlausari yfirlýsingu til þess að reyna að stöðva ofbeldið. „Við lítum öll út eins og innlendir hryðjuverkamenn núna,“ skrifaði Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump til fjölda ára í smáskilaboðum til skrifstofustjóra Ivönku Trump, dóttur Trumps, sem þá starfaði í Hvíta húsinu. Til að bæta gráu ofan á svart tísti Trump um að Pence hefði ekki haft „hugrekki til að gera það sem þurfti til að vernda landið okkar og stjórnarskrána“ rétt um það leyti sem fyrstu uppreisnarmennirnir brutu sér leið inn í þinghúsið. Nefndin segir að svo gott sem allt starfslið Hvíta hússins sem bar vitni hafi fordæmt tístið. „Að ráðast á varaforsetann? Hvað í fjáranum er að honum“ sagði Hicks í skilaboðum til annars kollega að kvöldi 6. janúar. Mike Pence varaforseti skoðar síma sinn eftir að hann var fluttur í öruggt skjól þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið. Stuðningsmennirnir kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur og einhverjir þeirra reistu jafnvel gálga fyrir utan bygginguna.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Þrýst á vitni að vera ekki of lausmálga Trump sakaði 6. janúarnefndina um að vera „mjög hlutdræga“ í samfélagsmiðlafærslu í gær. Hélt hann því ranglega fram að nefndin hefði ekki greint frá yfirlýsingu hans um að fylgismenn hans ættu að mótmæla „friðsamlega og af föðurlandsást“ daginn sem árásin var gerð. Þá yfirlýsingu var þvert á móti að finna í skýrslu þingnefndarinnar. Hún benti aftur á móti á að Trump hafi fylgt því ákalli sínu eftir með því að endurtaka lygar um kosningarnar og hvetja stuðningsmenn sína til þess að „berjast á fullu“. Nefndin er nú byrjuð að birta opinberlega eftirrit af skýrslum sem hún tók af vitnum. Í eftirriti af framburði Cassidy Hutchinson, starfsmanns Hvíta hússins, kom fram að fjöldi bandamanna Trump, þar á meðal lögmaður hennar sjálfrar, hafi þrýst á hana að tala ekki of opinskátt um atburðina við nefndina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Mælast til þess að Trump verði ákærður Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. 19. desember 2022 23:09 „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Mælast til þess að Trump verði ákærður Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. 19. desember 2022 23:09
„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16
Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53
Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38