Fara stefnur fyrirtækja sömu leið og áramótaheitin? Hildur Magnúsdóttir og Sigvaldi Egill Lárusson skrifa 28. desember 2022 07:01 Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun