Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2022 12:38 Helgi Jensson. Stjr Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023. Á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Helgi hafi lokið meistaraprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og hlotið málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1996. „Hann lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun árið 2018 og hefur auk þess sótt sér ýmiskonar viðbótarmenntun bæði við endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Lögregluskóla ríkisins. Á árunum 1989-2006 starfaði Helgi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum á Seyðisfirði við störf löglærðs fulltrúa, þ.m.t. dómstörf sem þá voru á hendi sýslumanna, utan áranna 1998-1999 þegar hann starfaði við eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Frá árinu 1992 gegndi Helgi stöðu staðgengils sýslumanns á Seyðisfirði. Árið 2006 færði Helgi sig yfir til embættis sýslumanns á Eskifirði þar sem hann gegndi stöðu fulltrúa og staðgengils sýslumanns fram til ársins 2014 og starfaði þar m.a. við lögreglustjórn, stjórnun rannsókna lögreglumála og saksókn auk hefðbundinna verkefna er undir sýslumann heyra. Frá árinu 2015 hefur Helgi gegnt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að hafa verið tímabundið settur sýslumaður í nokkur skipti sem og settur héraðsdómari á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sex sóttu um embættið, en skipað er í embættið til fimm ára. Sérstakri hæfnisnefnd var falið að fara yfir umsóknirnar og skilaði nefndin ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum sem lögreglustjóri á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur verið settur lögreglustjóri á Vestfjörðum síðari hluta árs og gegnt stöðunum tveimur samhliða. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sex sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu. 16. september 2022 18:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Helgi hafi lokið meistaraprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og hlotið málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1996. „Hann lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun árið 2018 og hefur auk þess sótt sér ýmiskonar viðbótarmenntun bæði við endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Lögregluskóla ríkisins. Á árunum 1989-2006 starfaði Helgi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum á Seyðisfirði við störf löglærðs fulltrúa, þ.m.t. dómstörf sem þá voru á hendi sýslumanna, utan áranna 1998-1999 þegar hann starfaði við eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Frá árinu 1992 gegndi Helgi stöðu staðgengils sýslumanns á Seyðisfirði. Árið 2006 færði Helgi sig yfir til embættis sýslumanns á Eskifirði þar sem hann gegndi stöðu fulltrúa og staðgengils sýslumanns fram til ársins 2014 og starfaði þar m.a. við lögreglustjórn, stjórnun rannsókna lögreglumála og saksókn auk hefðbundinna verkefna er undir sýslumann heyra. Frá árinu 2015 hefur Helgi gegnt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að hafa verið tímabundið settur sýslumaður í nokkur skipti sem og settur héraðsdómari á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sex sóttu um embættið, en skipað er í embættið til fimm ára. Sérstakri hæfnisnefnd var falið að fara yfir umsóknirnar og skilaði nefndin ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum sem lögreglustjóri á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur verið settur lögreglustjóri á Vestfjörðum síðari hluta árs og gegnt stöðunum tveimur samhliða.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sex sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu. 16. september 2022 18:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sex sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu. 16. september 2022 18:47