Sport

Hrútarnir úr öskunni í eldinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aaron Donald verður að öllum líkindum ekki meira með á leiktíðinni.
Aaron Donald verður að öllum líkindum ekki meira með á leiktíðinni. David Crane/Getty Images

Los Angeles Rams, ríkjandi meistarar í NFL deildinni, hafa ekki átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni. Liðið hefur aðeins unnið fjóra af 14 leikjum sínum og nú stefnir í að einn af þeirra bestu mönnum sé frá út tímabilið.

Aaron Donald var hreint út sagt magnaður í vörn Rams þegar liðið lagði Cincinnati Bengals í Ofurskálinni í febrúar á þessu ári. Frammistaða Donald var stór ástæða þess að Rams unnu leikinn 23-20 og lyftu Vince Lombardi-bikarnum.

Titilvörnin hefur verið heldur snubbótt og nú hefur Sean McVay, þjálfari liðsins, staðfest að Donald verður ekki með í leiknum gegn Denver Broncos á morgun, Jóladag. Þá hefur McVay svo gott sem staðfest að Donald missi af restinni af tímabilinu.

Tveir leikir NFL deildarinnar eru í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Klukkan 18.00 er leikur Minnesota Vikings og New York Giants á dagskrá. Klukkan 21.20 er svo komið að leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×