Segir að Phillips hafi komið of þungur heim af HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 15:00 Kalvin Phillips hefur ekki beint átt draumabyrjun eftir að hann gekk í raðir Manchester City. Alex Pantling - The FA/The FA via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ástæðan fyrir því að miðjumaðurinn Kalvin Phillips hafi ekki verið í leikmannahópnum þegar liðið mætti Liverpool í enska deildarbikarnum síðastliðinn föstudag hafi verið að leikmaðurinn hafi komið of þungur heim af HM í Katar. Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira