Villi Neto í The Witcher: „Ég er þarna í hlutverki durgslegs álfs“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2022 16:35 Villi Neto í hlutverki sínu í Witcher-seríunni. netflix Leikaranum Vilhelm Neto bregður fyrir í glænýrri seríu af þáttaseríunni vinsælu The Witcher. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi á Djúpavogi og Berufirði meðal annars. Villi segir að um stærsta verkefni á hans ferli sé að ræða. „Þetta er bara mjög skemmtileg lítið hlutverk. Ég kem þarna til sögunnar í einni senu í hlutverki durgslegs álfs,“ segir Villi í samtali við Vísi. Sjálfur kveðst hann vera mikill aðdáandi þáttanna og hafði horft á fyrstu seríu The Witcher áður en hlutverkið kom á borð til hans. Nýjasta serían, The Witcher: Blood Origin, kom út í dag á jóladag á Netflix og fjallar að sögn Vilhelms um forsögu Witcher-sögunnar sjálfrar. „Í stuttu máli fjallar þetta um sjö útskúfaða í Álfaheimi sem mæta illum öflum í þessari seríu og ýmislegt krassandi á sér stað,“ segir Villi sem, eins og aðrir, er nýbyrjaður að horfa á þættina. Fyrri þáttaseríur eru byggðar á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski og fjalla um skrímsli, menn, dverga og álfa sem takast á í sama fantasíu-heimi. Sérstakir stríðsmenn, „Witchers“, voru skapaðir í sama heimi til að fella hin illu skrímsli. Skemmtiferðaskip í Berufirði En aftur að hlutverki Villa sem tók sinn tíma að landa að hans sögn. „Umboðsmaður minn í Móðurskipinu hringdi í mig og sagði mér frá þessu hlutverki sem stóð til boða. Þetta voru tvær prufur. Ég sendi upphaflega myndband af mér og þau vildu sjá meira. Þá sendi ég aðra prufu og í kjölfarið var mér boðið þetta hlutverk.“ Honum var vel tekið af fólki sem kom að gerð seríunnar, jafnt af stórleikurum sem og tökuliði. „Það var mjög gott að leika á móti Laurence O'Fuarain. Hann var svo huggulegur, rólegur og róandi. Við æfðum línurnar saman og það hjálpaði mikið. Ég var auðvitað frekar stressaður að mæta í svona stóra pródúktsjón í fyrsta sinn.“ Laurence O'Fuarain og Sophia Brown á heimsforsýningu seríunnar.Getty Villi segist lítið hafa vitað um söguþráð nýju þáttanna áður en hann mætti til leiks. „Það er oftast svona í stórum framleiðsluverkefnum. Ég fékk bara eina blaðsíðu áður en ég kom til sögu og eina blaðsíðu eftir að minni sögu lýkur,“ segir Villi. Vel fór um hann og aðra leikara á meðan tökum stóð en að framleiðslu kom einnig íslenska fyrirtækið TrueNorth. „Við gistum þarna í eins konar skemmtiferðaskipi. Maður var alveg að njóta sín í botn þarna, frábær matur á setti og allir virkilega huggulegir.“ Nóg er á döfinni hjá Villa, meðal annars annað alþjóðlegt verkefni. „Ef ég skil þennan samning rétt þá má ég í raun ekkert tala um það. En þetta er mjög spennandi, ég hef reyndar aðallega verið í verkefnum á ensku og dönsku, vonandi fer maður að birtast eitthvað meira á skjánum talandi á íslensku,“ segir Villi að lokum. Múlaþing Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þetta er bara mjög skemmtileg lítið hlutverk. Ég kem þarna til sögunnar í einni senu í hlutverki durgslegs álfs,“ segir Villi í samtali við Vísi. Sjálfur kveðst hann vera mikill aðdáandi þáttanna og hafði horft á fyrstu seríu The Witcher áður en hlutverkið kom á borð til hans. Nýjasta serían, The Witcher: Blood Origin, kom út í dag á jóladag á Netflix og fjallar að sögn Vilhelms um forsögu Witcher-sögunnar sjálfrar. „Í stuttu máli fjallar þetta um sjö útskúfaða í Álfaheimi sem mæta illum öflum í þessari seríu og ýmislegt krassandi á sér stað,“ segir Villi sem, eins og aðrir, er nýbyrjaður að horfa á þættina. Fyrri þáttaseríur eru byggðar á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski og fjalla um skrímsli, menn, dverga og álfa sem takast á í sama fantasíu-heimi. Sérstakir stríðsmenn, „Witchers“, voru skapaðir í sama heimi til að fella hin illu skrímsli. Skemmtiferðaskip í Berufirði En aftur að hlutverki Villa sem tók sinn tíma að landa að hans sögn. „Umboðsmaður minn í Móðurskipinu hringdi í mig og sagði mér frá þessu hlutverki sem stóð til boða. Þetta voru tvær prufur. Ég sendi upphaflega myndband af mér og þau vildu sjá meira. Þá sendi ég aðra prufu og í kjölfarið var mér boðið þetta hlutverk.“ Honum var vel tekið af fólki sem kom að gerð seríunnar, jafnt af stórleikurum sem og tökuliði. „Það var mjög gott að leika á móti Laurence O'Fuarain. Hann var svo huggulegur, rólegur og róandi. Við æfðum línurnar saman og það hjálpaði mikið. Ég var auðvitað frekar stressaður að mæta í svona stóra pródúktsjón í fyrsta sinn.“ Laurence O'Fuarain og Sophia Brown á heimsforsýningu seríunnar.Getty Villi segist lítið hafa vitað um söguþráð nýju þáttanna áður en hann mætti til leiks. „Það er oftast svona í stórum framleiðsluverkefnum. Ég fékk bara eina blaðsíðu áður en ég kom til sögu og eina blaðsíðu eftir að minni sögu lýkur,“ segir Villi. Vel fór um hann og aðra leikara á meðan tökum stóð en að framleiðslu kom einnig íslenska fyrirtækið TrueNorth. „Við gistum þarna í eins konar skemmtiferðaskipi. Maður var alveg að njóta sín í botn þarna, frábær matur á setti og allir virkilega huggulegir.“ Nóg er á döfinni hjá Villa, meðal annars annað alþjóðlegt verkefni. „Ef ég skil þennan samning rétt þá má ég í raun ekkert tala um það. En þetta er mjög spennandi, ég hef reyndar aðallega verið í verkefnum á ensku og dönsku, vonandi fer maður að birtast eitthvað meira á skjánum talandi á íslensku,“ segir Villi að lokum.
Múlaþing Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira