Múlaþing

Fréttamynd

Tveir hand­teknir í fíkniefnamáli fyrir austan

Lögreglan á Austurlandi handtók í gærkvöldi tvo einstaklinga á fertugsaldri á Seyðisfirði sem eru grunaðir í fíkniefnamáli. Málið er enn í rannsókn og lýtur meðal annars að framleiðslu fíkniefna og dreifingu.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur skip hefja leit að loðnu

Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­sýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð

Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Segja að ögur­stund sé runnin upp í Seyðis­firði

Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann.

Innlent
Fréttamynd

Gamla ríkið falt og milljónir fylgja

Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft.

Innlent
Fréttamynd

Komust með flug­vélinni á ögur­stundu

Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag.

Innlent
Fréttamynd

Flug­ferðum af­lýst

Öllum flugferðum innanlands í morgun hefur verið aflýst vegna veðurs. Fljúga átti vélum Icelandair til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar fyrir hádegi auk flugvéla frá Mýflugi á Hornafjörð og Norlandair á Bíldudal.

Innlent
Fréttamynd

Á­fall fyrir and­stæðinga sjókvíaeldis í Seyðis­firði

Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum.

Innlent
Fréttamynd

Telja Seyðis­fjörð þola tíu þúsund tonn af eldis­laxi

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði.

Innlent
Fréttamynd

Airbus-þotu Icelandair lent á Akur­eyri og Egils­stöðum

Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft.

Innlent
Fréttamynd

Er ein­hver að hlusta?

Á morgun göngum við til kosninga og nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að kjósa þá flokka sem spegla hvað best gildi okkar og það samfélag sem við viljum byggja upp. Forsenda þess að lýðræði virki er að almenningur taki þátt í kosningum og velji fulltrúa sína.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­venju­mikil að­sókn vegna veðurs

„Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“

Innlent
Fréttamynd

Gekk ég yfir sjó og land og ríkis­stofnanir líka

Allir frambjóðendur voru spurðir: Hvaða skoðun hafið þið á sjókvíaeldi í Seyðisfirði? Sjá mínútu 37:30 í upptöku. Jens Garðar svaraði: “Það eru lög í landinu um fiskeldi. Það er búið að gera haf- og strandsvæðaskipulagið fyrir Austurland og þar á meðal Seyðisfjörð. Það kveður á um fiskeldi í Seyðisfirði. Við styðjum fiskeldi í Seyðisfirði“.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykktu að strætó stoppi við Egils­staða­flug­völl

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Austur­land í gíslingu..?

Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið.

Skoðun
Fréttamynd

Vertu réttu megin við línuna

Hvernig gengur í sjókvíaeldisbaráttunni á Seyðisfirði, spurði hollenskur nýr baráttuvinur minn gær. Ég sagði honum það allra helsta og að það væri smá brekka núna.

Skoðun
Fréttamynd

Vá!

Við hjá VÁ, félagi um vernd fjarðar á Seyðisfirði höfum síðastliðin fjögur ár barist gegn áformum Kaldvíkur (áður Ice Fish Farm og þar áður Fiskeldi Austfjarða) um 10.000 tonna sjókvíaeldi í firðinum, sem er ekkert annað en stóriðja.

Skoðun
Fréttamynd

Með húsaflutninga á heilanum

Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni.

Lífið
Fréttamynd

Tveir teknir með þýfi á leið í Nor­rænu

Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í verslanir Elko í byrjun síðustu viku. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir voru á leið í Norrænu með hluta þýfisins. Þremur hefur þegar verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Hvera­gerði fær stimpilinn frá Mosó

Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Út­boð á Fjarðarheiðargöngum

Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðar­heiði lokuð og bílar fastir

Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu, en þar eru hálkublettir, éljagangur og nokkur vetrarfærð. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir þó að ekki ætti að taka langan tíma að opna heiðina aftur.

Innlent