Vegurinn hefur verið lokaður síðan í gærmorgun, alla leið frá Markarfljóti að Kirkjubæjarklaustri. Vegagerðin hefur staðið í ströngu en erfiðlega gekk að moka í gær vegna skafrennings og ofankomu.
Hálka er á flestum vegum á Suðurlandi og enn er þungfært eða ófært á nokkrum leiðum.
Suðurland: Hálka er á flestum vegum en enn er þó þungfært eða ófært á nokkrum leiðum. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 26, 2022