Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2022 14:30 Arcos de la Frontera í Andalúsíu á Suður-Spáni. Wikimedia Commons Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira