Erlent

27 látin í Buffalo í hríðarbyl

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hundruðir björgunarsveitarmanna, hermenn og lögreglumenn hafa verið að störfum í Buffalo.
Hundruðir björgunarsveitarmanna, hermenn og lögreglumenn hafa verið að störfum í Buffalo. getty

Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í Erie-sýslu í New York af völdum vetrarstormsins Elliot sem geisað hefur í nokkuð stórum hluta Bandaríkjanna undanfarna daga. 

Alls hafa 49 látið lífið í storminum og þar af 27 í Erie-sýslu þar sem borgina Buffalo er að finna. Kyngt hefur niður snjó sem nemur nú rúmum meter á svæðinu. Dæmi eru um fólk sem hefur króknað utan dyra og fólk sem hefur dáið þar sem sjúkrabílar hafa ekki komist til þeirra í tæka tíð. Ökutæki sitja föst víða í vesturhluta New York-ríkis og rafmagnsleysi er á þúsundum heimila.

„Þetta er skelfilegt ástand,“ segir Mark Poloncarz framkvæmdastjóri sýslunnar við CNN. Búist er við að á milli 20-30 sentímetrar af snjó falli til viðbótar fram á þriðjudag „Það kemur sér ekki vel þar sem við erum enn að hreinsa af götum og komast inn á svæði sem enn hafa ekki verið rudd,“ segir hann.

Ökutæki sitja víða föst.Getty

Tengdar fréttir

„Skelfi­legasti stormur í sögu ríkisins“

Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum segir óveðrið sem nú geisar hið hræðilegasta í manna minnum. Minnst 37 eru látnir og fjölmargir eru án hita og rafmagns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×