Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 06:42 Áhyggjur eru uppi um að það stefni í vopnuð átök milli Serbíu og Kosovo. AP/Serbneska varnarmálaráðuneytið Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 en er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af stjórnvöldum í Belgrad. Þau hafa hvatt 120 þúsund serbneska íbúa Kósovó til að taka afstöðu gegn stjórninni í Pristina. Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu misserum sem viðbúnaður hefur verið aukinn hjá hersveitum Serbíu vegna átaka við Kósovó; það gerðist síðast í nóvember þegar stjórnvöld héldu því fram að drónar hefðu verið sendir yfir landamærin frá Kósovó. Þann 10. desember síðastliðinn settu Serbar í norðurhluta Kósovó svo upp vegatálma til að mótmæla handtöku fyrrverandi lögreglumanns, sem var grunaður um að hafa átt þátt í árásum gegn albönskum lögreglumönnum. Þessu til viðbótar hefur skotárásum fjölgað. Vucevic sagði í gær að til að bregðast við ástandinu hefði vopnuðum hermönnum verið fjölgað úr 1.500 í 5.000. Yfirmaður hermála, Milan Mojsilovic, var sendur að landamærunum á sunnudag og sagði ástandið þar flókið og erfitt. Ástand mála hefur verið sérstaklega viðkvæmt í norðurhluta Kósovó frá því í nóvember, þegar hundruð Serba innan lögreglu- og dómskerfisins gengu frá störfum sínum. Um var að ræða mótmæli gegn ákvörðun stjórnvalda í Kosovo um að banna serbneskum íbúum landsins að nota bílnúmer gefin út í Serbíu. Fallið var frá ákvörðuninni. Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í síðustu viku að ríkin væru á barmi vopnaðra átaka. Serbía Kósovó Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 en er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af stjórnvöldum í Belgrad. Þau hafa hvatt 120 þúsund serbneska íbúa Kósovó til að taka afstöðu gegn stjórninni í Pristina. Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu misserum sem viðbúnaður hefur verið aukinn hjá hersveitum Serbíu vegna átaka við Kósovó; það gerðist síðast í nóvember þegar stjórnvöld héldu því fram að drónar hefðu verið sendir yfir landamærin frá Kósovó. Þann 10. desember síðastliðinn settu Serbar í norðurhluta Kósovó svo upp vegatálma til að mótmæla handtöku fyrrverandi lögreglumanns, sem var grunaður um að hafa átt þátt í árásum gegn albönskum lögreglumönnum. Þessu til viðbótar hefur skotárásum fjölgað. Vucevic sagði í gær að til að bregðast við ástandinu hefði vopnuðum hermönnum verið fjölgað úr 1.500 í 5.000. Yfirmaður hermála, Milan Mojsilovic, var sendur að landamærunum á sunnudag og sagði ástandið þar flókið og erfitt. Ástand mála hefur verið sérstaklega viðkvæmt í norðurhluta Kósovó frá því í nóvember, þegar hundruð Serba innan lögreglu- og dómskerfisins gengu frá störfum sínum. Um var að ræða mótmæli gegn ákvörðun stjórnvalda í Kosovo um að banna serbneskum íbúum landsins að nota bílnúmer gefin út í Serbíu. Fallið var frá ákvörðuninni. Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í síðustu viku að ríkin væru á barmi vopnaðra átaka.
Serbía Kósovó Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira