Innlent

Gul við­vörun á Suð­austur­landi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Myndin er af aðgerðum björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal á aðfangadag.
Myndin er af aðgerðum björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal á aðfangadag. SIGURÐUR PÉTUR JÓHANNSSON

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi. Búist er við þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu en batna á vestan til á svæðinu eftir hádegi. Viðvörunin er þó í gildi til klukkan fjögur í dag. 

Búast má við skafrenningi og lélegu skyggni á svæðinu og vondum akstursskilyrðum. Um er að ræða einu gulu veðurviðvörunina sem er í gildi á landinu. 

Í ábendingum frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, segir að hvasst verði og hríðarbylur sunnan undir Vatnajökli. 

Þegar kemur fram á morgundaginn eru horfur á blindhríð austan Öræfa, allt austur á Hérað. Búast má við norðaustanátt, þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum er vaxandi hríð og blinda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×