Rússar vilja undanþágu fyrir fatlaða íþróttamenn Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 11:31 Pavel Rozhkov, formaður Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. RPC Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur sótt um undanþágu frá útilokun þarlendra keppenda til Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. Forseti rússneska sambandsins segir þeir eigi að njóta vafans. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira