Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 17:40 Engin streymisveita er með fleiri áskrifendur en Netflix. Getty/Mario Tama Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. Streymisveitan hefur um nokkurt skeið frestað því að taka á deilingu lykilorða milli vina og fjölskyldumeðlima. Ljóst var í upphafi árs 2019 að samnýtingin væri nokkuð stórt vandamál en fyrirtækið óttaðist að fæla neytendur frá veitunni verði lykilorðadeilingin bönnuð. Eftir að Covid-faraldurinn geisaði um allan heim bættist hressilega í áskrifendahópinn og var því ekki talin nauðsyn á að taka á vandanum þá. Í ár hefur áskrifendum hins vegar farið ört fækkandi á meðan talið er að um 100 milljónir notenda nýti sér lykilorð annarra til að glápa. Stjórnendur fyrirtækisins hafa þá lýst því yfir í ár að búið væri að fresta því of lengi að taka á vandanum. Netflix hefur því gefið út að loku verði skotið fyrir lykilorðadeilingar við upphaf 2023 í Bandaríkjunum, og biðlar til fólks sem nýtir sér lykilorð annarra að kaupa sér eigin aðgang sjálf. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Streymisveitan hefur um nokkurt skeið frestað því að taka á deilingu lykilorða milli vina og fjölskyldumeðlima. Ljóst var í upphafi árs 2019 að samnýtingin væri nokkuð stórt vandamál en fyrirtækið óttaðist að fæla neytendur frá veitunni verði lykilorðadeilingin bönnuð. Eftir að Covid-faraldurinn geisaði um allan heim bættist hressilega í áskrifendahópinn og var því ekki talin nauðsyn á að taka á vandanum þá. Í ár hefur áskrifendum hins vegar farið ört fækkandi á meðan talið er að um 100 milljónir notenda nýti sér lykilorð annarra til að glápa. Stjórnendur fyrirtækisins hafa þá lýst því yfir í ár að búið væri að fresta því of lengi að taka á vandanum. Netflix hefur því gefið út að loku verði skotið fyrir lykilorðadeilingar við upphaf 2023 í Bandaríkjunum, og biðlar til fólks sem nýtir sér lykilorð annarra að kaupa sér eigin aðgang sjálf.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein