34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2022 07:06 Snjó hefur kyngt niður og frostið farið í 45 stig. AP/The Buffalo News/Joseph Cooke Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum. Bandaríkin Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum.
Bandaríkin Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira