Ólympíuverðlaunahafi dæmdur í tólf ára fangelsi Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 08:31 Aliaksandra Herasimenia hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega. Clive Rose/Getty Images Aliaksandra Herasimenia, þrefaldur verðlaunahafi af Ólympíuleikum, hefur verið dæmd í tólf ára fangelsi af hvítrússneskum dómsstólum vegna mótmæla sinna gegn þarlendum stjórnvöldum. Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia). Hvíta-Rússland Sund Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Sjá meira
Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia).
Hvíta-Rússland Sund Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Sjá meira