Erlent

Benedikt sextándi sagður „mjög veikur“

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt sextándi og Frans páfi árið 2015.
Benedikt sextándi og Frans páfi árið 2015. Getty

Frans páfi segir að heilsa forvera síns í embætti, Benedikt sextánda páfa, sé orðin slæm og að hann sé nú „mjög veikur“.

Frans páfi greindi frá þessu i morgun þar sem hann bað fólk um að biðja fyrir Benedikt páfa sem nú er orðinn 95 ára gamall.

Benedikt varð árið 2013 fyrsti páfinn í um sex hundruð ár til að afsala sér embætti páfa.

„Ég vil biðja ykkur öll um að biðja sérstaklega fyrir Benedikt páfa. Hann er mjög veikur og biður drottinn um hughreystingu og stuðning,“ sagði Frans í morgun.

Páfagarður hefur enn sem komið ekki komið með formlega yfirlýsingu um ástand Benedikts páfa, að því er segir í frétt Reuters.

Bekedikt var 78 ára þegar hann tók við embætti árið 2005. Hann hefur búið í Páfagarði frá því að hann lét af embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×