Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 08:49 Ekki er ljóst hvernig George Santos átti allt í einu meira en hundrað milljónir króna til að lána framboði sínu. Hann var nýlega borinn út fyrir að hafa ekki greitt leigu upp á þúsundir dollara. AP/Mary Altaffer Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. George Santos, verðandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá New York, varð uppvís að því að ljúga til um nær allt á ferilskrá sinni fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist þannig ranglega hafa unnið fyrir stórar fjármálastofnanir á Wall Street og laug um menntun sína. Svo virðist sem að Santos hafi einnig gerst sekur um smástuld í Brasilíu. Þá sagðist Santos vera gyðingur og vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar í kosningabaráttunni. Eftir að í ljós kom að það væri rangt sagðist Santos hafa átt við að hann væri „gyðingslegur“ (e. Jew-ish) en ekki gyðingur (e. Jewish). New York Times, sem afhjúpaði blekkingar Santos en þó ekki fyrr en eftir kosningar, segir nú að alríkissaksóknarar og saksóknarar í Nassau-sýslu rannsaki nú þingmannsefnið. Alríkisrannsóknin beinist að minnsta kosti að hluta til að fjármálum Santos. Anne Donnely, umdæmissaksóknari í Nassau, segir lygar Santos sláandi. „Enginn er hafinn yfir lögin og ef glæpur var framinn í þessari sýslu munum við sækja til saka vegna hans,“ sagði Donnely sem er sjálf repúblikani. Auðgaðist skyndilega á óútskýrðan hátt Fjöldi spurninga hefur vaknað um fjármál Santos sem honum hefur gengið illa að svara. Santos lánaði framboði sínu 700.000 dollara, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Féð segist hann hafa fengið í gegnum fyrirtæki í sinni eigu sem tengir saman fjárfesta og seljendur eigna en upplýsingar um fjármál þess eru af skornum skammti. AP-fréttastofan segir að Santos virðist hafa auðgast á afar skömmum tíma eftir að hafa átt í fjárhagskröggum. Santos hafi þannig nýlega verið borinn út og skuldað þúsundir dollara í leigu. Santos hefur viðurkennt að hafa logið til um starfs- og námsferil sinn en lýst þeim lygum sem hefðbundinni fegrun á ferilskrá sem margir stundi. Hann þverneitar að segja af sér. Að óbreyttu sver Santos embættiseið og tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag. Kallað hefur verið eftir því að siðanefnd þingsins og dómsmálaráðuneytið rannsaki hann. Repúblikanar hafa að mestu þagað um mál Santos. Einhverjir þeirra hafa gagnrýnt lygarnar án þess að hvetja hann til að segja af sér vegna þeirra. „Ég tel að það þurfi ítarlega rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar og löggæslustofnana ef þörf er á,“ sagði Nick Lalota, annar nýkjörinn þingmaður repúblikana á Long Island í New York. „Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá“ Þá fékk Santos töluverða útreið þegar hann mætti í viðtal á Fox-sjónvarpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona frá Havaí, sem leysti af Tucker Carlson sem yfirleitt stýrir þættinum, sakaði Santos um að taka málinu ekki alvarlega. „Þú hefur beðist afsökunar, þú hefur sagst hafa gert mistök en þú laugst blákalt. Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá,“ sagði Gabbard. „Sjáðu til, ég er sammála þér. Við getum rökrætt ferilskrá mína og hvernig ég vann fyrir fyrirtæki eins og-,“ sagði Santos áður en Gabbard greip fram í fyrir honum. „Er það til rökræðu? Eða er það bara rangt?“ „Nei, það er alls ekki rangt. Það er hægt að rökræða það,“ sagði Santos. "These are blatant lies and it draws into question how your constituents and the American people can believe anything you may say on the floor of the House -- Tulsi Gabbard actually did an impressive job grilling George Santos, who was clearly flustered pic.twitter.com/o5Ps6CdWKf— Aaron Rupar (@atrupar) December 28, 2022 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
George Santos, verðandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá New York, varð uppvís að því að ljúga til um nær allt á ferilskrá sinni fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist þannig ranglega hafa unnið fyrir stórar fjármálastofnanir á Wall Street og laug um menntun sína. Svo virðist sem að Santos hafi einnig gerst sekur um smástuld í Brasilíu. Þá sagðist Santos vera gyðingur og vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar í kosningabaráttunni. Eftir að í ljós kom að það væri rangt sagðist Santos hafa átt við að hann væri „gyðingslegur“ (e. Jew-ish) en ekki gyðingur (e. Jewish). New York Times, sem afhjúpaði blekkingar Santos en þó ekki fyrr en eftir kosningar, segir nú að alríkissaksóknarar og saksóknarar í Nassau-sýslu rannsaki nú þingmannsefnið. Alríkisrannsóknin beinist að minnsta kosti að hluta til að fjármálum Santos. Anne Donnely, umdæmissaksóknari í Nassau, segir lygar Santos sláandi. „Enginn er hafinn yfir lögin og ef glæpur var framinn í þessari sýslu munum við sækja til saka vegna hans,“ sagði Donnely sem er sjálf repúblikani. Auðgaðist skyndilega á óútskýrðan hátt Fjöldi spurninga hefur vaknað um fjármál Santos sem honum hefur gengið illa að svara. Santos lánaði framboði sínu 700.000 dollara, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Féð segist hann hafa fengið í gegnum fyrirtæki í sinni eigu sem tengir saman fjárfesta og seljendur eigna en upplýsingar um fjármál þess eru af skornum skammti. AP-fréttastofan segir að Santos virðist hafa auðgast á afar skömmum tíma eftir að hafa átt í fjárhagskröggum. Santos hafi þannig nýlega verið borinn út og skuldað þúsundir dollara í leigu. Santos hefur viðurkennt að hafa logið til um starfs- og námsferil sinn en lýst þeim lygum sem hefðbundinni fegrun á ferilskrá sem margir stundi. Hann þverneitar að segja af sér. Að óbreyttu sver Santos embættiseið og tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag. Kallað hefur verið eftir því að siðanefnd þingsins og dómsmálaráðuneytið rannsaki hann. Repúblikanar hafa að mestu þagað um mál Santos. Einhverjir þeirra hafa gagnrýnt lygarnar án þess að hvetja hann til að segja af sér vegna þeirra. „Ég tel að það þurfi ítarlega rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar og löggæslustofnana ef þörf er á,“ sagði Nick Lalota, annar nýkjörinn þingmaður repúblikana á Long Island í New York. „Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá“ Þá fékk Santos töluverða útreið þegar hann mætti í viðtal á Fox-sjónvarpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona frá Havaí, sem leysti af Tucker Carlson sem yfirleitt stýrir þættinum, sakaði Santos um að taka málinu ekki alvarlega. „Þú hefur beðist afsökunar, þú hefur sagst hafa gert mistök en þú laugst blákalt. Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá,“ sagði Gabbard. „Sjáðu til, ég er sammála þér. Við getum rökrætt ferilskrá mína og hvernig ég vann fyrir fyrirtæki eins og-,“ sagði Santos áður en Gabbard greip fram í fyrir honum. „Er það til rökræðu? Eða er það bara rangt?“ „Nei, það er alls ekki rangt. Það er hægt að rökræða það,“ sagði Santos. "These are blatant lies and it draws into question how your constituents and the American people can believe anything you may say on the floor of the House -- Tulsi Gabbard actually did an impressive job grilling George Santos, who was clearly flustered pic.twitter.com/o5Ps6CdWKf— Aaron Rupar (@atrupar) December 28, 2022
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19