„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 17:12 Skíðaþyrstir fengu loksins að renna sér í Bláfjöllum í dag. Skjáskot Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar. Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar.
Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44
Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42