Vælkomin til framtíðina! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. desember 2022 07:30 Gleðilega hátíð kæru landsmenn og „Vælkomin til framtíðina!“ hljómar nú í eyrum frænda okkar Færeyinga. Tilefnið er gleðilegt, tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri Tjóðarhøll Føroya, Føroya Arena. Á meðan framkvæmdir við glæsilega framtíðar Þjóðarhöll Færeyinga eru hafnar að þá erum við Íslendingar pikkfastir í fortíðinni og erum enn að bæta við bindum í áratugalöngu ritröðina "Þjóðarhöll Íslendinga, hvar, hvenær, hvernig og fyrir hvern?". Tjóðarhøll Føroya - Føroya Arena Þjóðarhöllin færeyska [1] verður samtals 8.350m2 að stærð á þremur hæðum og mun kosta 5,1 milljarð íslenskra króna. Áætlað er að framkvæmdin taki 20 mánuði í byggingu og að Þjóðarhöllin verði tekin í notkun í ágúst 2024. Fyrirmyndina fengu þeir frá Volda í Noregi og réðu þeir sama hönnunarteymið til að aðlaga þá byggingu að færeyskum þörfum. Føroya Arena mun þjóna sem alhliða íþrótta- og menningarmiðstöð. Mannvirkið mun rúma 2.700 áhorfendur í sæti á stærri íþróttaviðburðum og 3.600 áhorfendur í sæti á tónleikum og allt að 4.600 standandi gesti. Frændur okkar munu því geta uppfylla kröfur alþjóðlegra sérsambanda um keppnisleiki í handbolta, körfubolta og fleiri innanhússíþróttagreinum. Stöð 2 gerði framkvæmdinni ágæt skil í fréttatíma sínum sl. miðvikudag 28. desember.[2] Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Þjóðarhallarinnar færeysku[3]. Þjóðarhöll Íslendinga – Laugardalshöllin Á meðan frændur okkar eru boðnir "Vælkomin til framtíðina!", erum við Íslendingar enn fastir í fortíðinni. Og hýsum okkar stærstu íþróttaviðburði á undanþágu í sex áratuga gömlu mannvirki sem uppfyllir ekki kröfur alþjóðlegra sérsambanda til keppnishúsa. Frábært hár. Okkar þjóðarhöll, Laugardalshöllin er um 6.500m2 og var tekin í notkun árið 1965 eftir 6 ára framkvæmdatíma. Með síðari viðbótum er þjóðarhöllin okkar um 20.000m2 en uppfyllir samt ekki kröfur alþjóðlegra sérsambanda um stærðir og gerð keppnisleikvanga fyrir innanhússíþróttir. Þjóðarhöll okkar Íslendinga eins glæsileg bygging og hún var og er, dugar samtímanum ekki lengur, ekki frekar en Hálogalandsbragginn[5] sem keyptur var af hernámsliðinu og nýttur var til stórviðburða á íþróttasviðinu fram til þess tíma að Laugardalshöllin var tekin í notkun. Um Laugardalshöllinna má segja það sama nú og danski handknattleiksþjálfarinn Aksel Koldste hafði að segja um Hálogaland til hughreystingar er hann hélt námskeið hér á landi veturinn 1957 fyrir Íslendinga: „Þetta er betra en ekkert.“[6] Þjóðarhöll Íslendinga, sem aldrei verður Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar okkar Íslendinga hefur því miður byggst trekk í trekk á fals vilja- og stuðningsyfirlýsingum stjórnvalda hvort sem er ríkis eða borgar. Yfirlýsingum og raupi sem nú í sögulegu ljósi eru úrvalsefni í góða grínsketsa líkt og þegar borgarstjóri svaraði aðspurður, viku fyrir sl. sveitastjórnarkosningar, um tímasetningu enn einnar undirritunar viljayfirlýsingar um byggingu Þjóðaríþróttahallar[7]: „Ég held að það sé í grunninn tilviljun. Ég hefði viljað að við hefðum klárað þetta fyrir alla vega ári síðan. Þá voru hins vegar að koma þingkosningar, það eru alltaf einhverjar kosningar og ég held að það sé fyrirmestu að þetta sé skýrt. Ég var búinn að segja að af hálfu borgarinnar hefðum við ekki getað beðið mikið lengur vegna þess að við vorum búin að lofa íbúum Laugardals skýrum svörum á þessu vori,“ sagði borgarstjórinn og hefur líklegast hlegið innra með sér, vitandi að þetta afbrigði af áratuga gömlu svari fyrirrennara við spurningu blaðamannsins hefur alltaf virkað til atkvæðaveiða. Það hafa þátttakendur í gríni borgarstjóra enda líka sjálf vitað og hlógu upphátt með. Hver man svo ekki eftir stuðningsyfirlýsingu[8] allra stuðningsyfirlýsinga þegar ríkisstjórn Íslands árið 1988 gaf út og sendi á IHF til stuðnings við umsókn HSÍ um að halda HM í handbolta hér á landi eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu: ,,The government of Iceland herewith declares that a new sports, exhibition and conference hall for 8.000 spectators is planned to be built in Reykjavik well in advance of the World Championship in Handball 1993 - 1994. This hall will be built in cooperation with Reykjavik City and several interested parties." Að endingu varð það úr að HSÍ fékk að halda HM árið 1995 en hvað varð úr efndum ríkisstjórnarinnar? Efndirnar urðu þær að það var byggt smá útskot við annan enda keppnisvallarins og komið þar fyrir áhorfendabekkjum. Í þessu útskoti sat ég á HM95 í stað 8.000 áhorfenda Íþróttahallarinnar sem lofað hafði verið. Þar sat ég ungur maður fyrir aftan annað markið og furðaði mig á því hvernig mögulegt væri að koma boltanum í netið framhjá markverði Suður-Kóreu, Lee Suk-hyung [9]síðar markverði FH. Ég furðaði mig þá einnig á því af hverju ég sat í skúrbyggingu sem klastrað hafði verið við Laugardalshöllina en ekki í glæsilegri íþróttahöll sem stjórnvöld höfðu lofað nokkrum árum fyrr. (Á þeim árum trúði ég því í einlægni að stjórnvöld stæðu ætíð við það sem þau sögðust ætla að gera.) Svona byggjum við Þjóðaríþróttahöll Staðan er þannig í dag að engin mannvirki hér á Norðureyju Fjáreyjaklasans uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóðlegra keppna eða landsleikja í handknattleik og körfuknattleik. Að byggja Þjóðaríþróttahöll kallar á eldmóð til framkvæmda en ekki eldmóð til stofnunar starfshópa, skýrsluskrifa og útgáfu viljayfirlýsinga korter í kosningar til atkvæðaveiða, til þess eins að blekkja kjósendur og margsvikna íþróttahreyfinguna. Það sem þarf er samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Líkanið er til, það þarf ekki að búa til séríslenska frímerkjalausn. Líkanið er til hjá frændum okkar. Ég hvet ríkisstjórnina, Alþingi, borgarstjórn, nálægar sveitastjórnir og einkaaðila til að leggja egóið sitt til hliðar, taka upp símann og óska eftir aðstoð frænda okkar við að varða leiðina að byggingu Þjóðaríþróttahallar sem við Íslendingar getum verið stolt af og um verður sagt: „Þetta er betra en allt“. Höfundur er byggingarverkfræðingur, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og íþróttaáhugamaður. Nokkrir áhugaverðir hlekkir: https://www.arena.fo/ https://www.ruv.is/frett/2022/09/21/engin-nidurstada-um-hver-aetli-ad-eiga-thjodarhollina https://kjarninn.is/frettir/i-mai-var-stefnt-ad-thvi-thjodarholl-yrdi-risin-2025-i-september-er-buid-ad-fresta-henni/ https://www.visir.is/g/20222357932d/fyrsta-skoflustunga-tekin-ad-thjodarholl-faereyinga https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Menningarmal/Laugardalsvollur/Vidauki%207%20FEASIBILITY%20STUDY.pdf [1] https://www.arena.fo/ [2] https://www.visir.is/k/684d35ad-6637-460c-83fd-dfb8cca3607e-1672268299438 [3] https://www.arena.fo/ [4] https://vimeo.com/639229159?embedded=true&source=vimeo_logo&owner=155677947 [5] https://borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/halogaland.pdf [6] https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1656330/ [7] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/06/eg_vil_og_eg_aetla_ad_klara_thetta_mal/?ref=morenews [8] http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.com/2017/05/viljayfirlysing-um-byggingu-fjolnota.html [9] https://timarit.is/page/2941874#page/n28/mode/2up Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Færeyjar Handbolti Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Gleðilega hátíð kæru landsmenn og „Vælkomin til framtíðina!“ hljómar nú í eyrum frænda okkar Færeyinga. Tilefnið er gleðilegt, tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri Tjóðarhøll Føroya, Føroya Arena. Á meðan framkvæmdir við glæsilega framtíðar Þjóðarhöll Færeyinga eru hafnar að þá erum við Íslendingar pikkfastir í fortíðinni og erum enn að bæta við bindum í áratugalöngu ritröðina "Þjóðarhöll Íslendinga, hvar, hvenær, hvernig og fyrir hvern?". Tjóðarhøll Føroya - Føroya Arena Þjóðarhöllin færeyska [1] verður samtals 8.350m2 að stærð á þremur hæðum og mun kosta 5,1 milljarð íslenskra króna. Áætlað er að framkvæmdin taki 20 mánuði í byggingu og að Þjóðarhöllin verði tekin í notkun í ágúst 2024. Fyrirmyndina fengu þeir frá Volda í Noregi og réðu þeir sama hönnunarteymið til að aðlaga þá byggingu að færeyskum þörfum. Føroya Arena mun þjóna sem alhliða íþrótta- og menningarmiðstöð. Mannvirkið mun rúma 2.700 áhorfendur í sæti á stærri íþróttaviðburðum og 3.600 áhorfendur í sæti á tónleikum og allt að 4.600 standandi gesti. Frændur okkar munu því geta uppfylla kröfur alþjóðlegra sérsambanda um keppnisleiki í handbolta, körfubolta og fleiri innanhússíþróttagreinum. Stöð 2 gerði framkvæmdinni ágæt skil í fréttatíma sínum sl. miðvikudag 28. desember.[2] Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Þjóðarhallarinnar færeysku[3]. Þjóðarhöll Íslendinga – Laugardalshöllin Á meðan frændur okkar eru boðnir "Vælkomin til framtíðina!", erum við Íslendingar enn fastir í fortíðinni. Og hýsum okkar stærstu íþróttaviðburði á undanþágu í sex áratuga gömlu mannvirki sem uppfyllir ekki kröfur alþjóðlegra sérsambanda til keppnishúsa. Frábært hár. Okkar þjóðarhöll, Laugardalshöllin er um 6.500m2 og var tekin í notkun árið 1965 eftir 6 ára framkvæmdatíma. Með síðari viðbótum er þjóðarhöllin okkar um 20.000m2 en uppfyllir samt ekki kröfur alþjóðlegra sérsambanda um stærðir og gerð keppnisleikvanga fyrir innanhússíþróttir. Þjóðarhöll okkar Íslendinga eins glæsileg bygging og hún var og er, dugar samtímanum ekki lengur, ekki frekar en Hálogalandsbragginn[5] sem keyptur var af hernámsliðinu og nýttur var til stórviðburða á íþróttasviðinu fram til þess tíma að Laugardalshöllin var tekin í notkun. Um Laugardalshöllinna má segja það sama nú og danski handknattleiksþjálfarinn Aksel Koldste hafði að segja um Hálogaland til hughreystingar er hann hélt námskeið hér á landi veturinn 1957 fyrir Íslendinga: „Þetta er betra en ekkert.“[6] Þjóðarhöll Íslendinga, sem aldrei verður Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar okkar Íslendinga hefur því miður byggst trekk í trekk á fals vilja- og stuðningsyfirlýsingum stjórnvalda hvort sem er ríkis eða borgar. Yfirlýsingum og raupi sem nú í sögulegu ljósi eru úrvalsefni í góða grínsketsa líkt og þegar borgarstjóri svaraði aðspurður, viku fyrir sl. sveitastjórnarkosningar, um tímasetningu enn einnar undirritunar viljayfirlýsingar um byggingu Þjóðaríþróttahallar[7]: „Ég held að það sé í grunninn tilviljun. Ég hefði viljað að við hefðum klárað þetta fyrir alla vega ári síðan. Þá voru hins vegar að koma þingkosningar, það eru alltaf einhverjar kosningar og ég held að það sé fyrirmestu að þetta sé skýrt. Ég var búinn að segja að af hálfu borgarinnar hefðum við ekki getað beðið mikið lengur vegna þess að við vorum búin að lofa íbúum Laugardals skýrum svörum á þessu vori,“ sagði borgarstjórinn og hefur líklegast hlegið innra með sér, vitandi að þetta afbrigði af áratuga gömlu svari fyrirrennara við spurningu blaðamannsins hefur alltaf virkað til atkvæðaveiða. Það hafa þátttakendur í gríni borgarstjóra enda líka sjálf vitað og hlógu upphátt með. Hver man svo ekki eftir stuðningsyfirlýsingu[8] allra stuðningsyfirlýsinga þegar ríkisstjórn Íslands árið 1988 gaf út og sendi á IHF til stuðnings við umsókn HSÍ um að halda HM í handbolta hér á landi eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu: ,,The government of Iceland herewith declares that a new sports, exhibition and conference hall for 8.000 spectators is planned to be built in Reykjavik well in advance of the World Championship in Handball 1993 - 1994. This hall will be built in cooperation with Reykjavik City and several interested parties." Að endingu varð það úr að HSÍ fékk að halda HM árið 1995 en hvað varð úr efndum ríkisstjórnarinnar? Efndirnar urðu þær að það var byggt smá útskot við annan enda keppnisvallarins og komið þar fyrir áhorfendabekkjum. Í þessu útskoti sat ég á HM95 í stað 8.000 áhorfenda Íþróttahallarinnar sem lofað hafði verið. Þar sat ég ungur maður fyrir aftan annað markið og furðaði mig á því hvernig mögulegt væri að koma boltanum í netið framhjá markverði Suður-Kóreu, Lee Suk-hyung [9]síðar markverði FH. Ég furðaði mig þá einnig á því af hverju ég sat í skúrbyggingu sem klastrað hafði verið við Laugardalshöllina en ekki í glæsilegri íþróttahöll sem stjórnvöld höfðu lofað nokkrum árum fyrr. (Á þeim árum trúði ég því í einlægni að stjórnvöld stæðu ætíð við það sem þau sögðust ætla að gera.) Svona byggjum við Þjóðaríþróttahöll Staðan er þannig í dag að engin mannvirki hér á Norðureyju Fjáreyjaklasans uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóðlegra keppna eða landsleikja í handknattleik og körfuknattleik. Að byggja Þjóðaríþróttahöll kallar á eldmóð til framkvæmda en ekki eldmóð til stofnunar starfshópa, skýrsluskrifa og útgáfu viljayfirlýsinga korter í kosningar til atkvæðaveiða, til þess eins að blekkja kjósendur og margsvikna íþróttahreyfinguna. Það sem þarf er samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Líkanið er til, það þarf ekki að búa til séríslenska frímerkjalausn. Líkanið er til hjá frændum okkar. Ég hvet ríkisstjórnina, Alþingi, borgarstjórn, nálægar sveitastjórnir og einkaaðila til að leggja egóið sitt til hliðar, taka upp símann og óska eftir aðstoð frænda okkar við að varða leiðina að byggingu Þjóðaríþróttahallar sem við Íslendingar getum verið stolt af og um verður sagt: „Þetta er betra en allt“. Höfundur er byggingarverkfræðingur, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og íþróttaáhugamaður. Nokkrir áhugaverðir hlekkir: https://www.arena.fo/ https://www.ruv.is/frett/2022/09/21/engin-nidurstada-um-hver-aetli-ad-eiga-thjodarhollina https://kjarninn.is/frettir/i-mai-var-stefnt-ad-thvi-thjodarholl-yrdi-risin-2025-i-september-er-buid-ad-fresta-henni/ https://www.visir.is/g/20222357932d/fyrsta-skoflustunga-tekin-ad-thjodarholl-faereyinga https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Menningarmal/Laugardalsvollur/Vidauki%207%20FEASIBILITY%20STUDY.pdf [1] https://www.arena.fo/ [2] https://www.visir.is/k/684d35ad-6637-460c-83fd-dfb8cca3607e-1672268299438 [3] https://www.arena.fo/ [4] https://vimeo.com/639229159?embedded=true&source=vimeo_logo&owner=155677947 [5] https://borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/halogaland.pdf [6] https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1656330/ [7] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/06/eg_vil_og_eg_aetla_ad_klara_thetta_mal/?ref=morenews [8] http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.com/2017/05/viljayfirlysing-um-byggingu-fjolnota.html [9] https://timarit.is/page/2941874#page/n28/mode/2up
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun