Eldur á Landspítala Steinunn Þórðardóttir skrifar 30. desember 2022 17:01 Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun