Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 22:33 Horft af Vatnsveitubrúnni í Elliðaárdal laust fyrir klukkan tvö í dag. Sólin gægist í gegnum ísþokuna. Sólin náði hæst upp á sjóndeildarhringinn klukkan hálftvö og var sólarhæð þá 2,9 gráður. KMU Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU Veður Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU
Veður Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira