Lífið

Fréttakonan Barbara Walters látin

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Barbara Walters.
Barbara Walters. getty

Bandaríska frétta- og sjónvarpskonan Barbara Walters er látin 93 ára að aldri. Hún hóf störf sjónvarpsfréttamaður á sjónvarpsstöðinni ABC árið 1976, fyrst kvenna í Bandaríkjunum. 

Barbara Walters fæddist í Boston árið 1929 og hóf blaðamannaferilinn árið 1951, alls hlaut hún 12 Emmy verðlaun fyrir störf sín. Á sínum ferli tók hún viðtöl við alla Bandaríkjaforseta, frá Richard Nixon að telja að Donald Trump og þótti hún ávallt ákveðin og beitt í viðtölum sínum.

Hún var einn helstu stjórnenda í morgunþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar The Today Show. Walters var fyrsta bandaríska konan sem stýrði fréttatíma, ABC Evening News frá 1976. Hún var framleiðandi og einn stjórnanda fréttaþáttarins 20/20 og spjallaþáttanna The View frá 1997 til 2014.

„Barbara Walters lést friðsamlega á heimili sínu umkringd ástvinum,“ segir blaðafulltrúinn Cindi Berger í yfirlýsingu. „Hún lifði lífi sínu án eftirsjár. Hún var brautryðjandi ekki aðeins fyrir kvenkyns blaðamenn, heldur fyrir allar konur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.