Innlent

Brennur stað­festar með fyrir­vara

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Brennur verða vonandi víða en möguleiki er á að þeim verði aflýst með litlum fyrirvara. 
Brennur verða vonandi víða en möguleiki er á að þeim verði aflýst með litlum fyrirvara.  Vísir/Vilhelm

Brennufundur var haldinn rétt í þessu í Skógarhlíðinni þar sem ákveðið var að áramótabrennur megi fara fram í dag samkvæmt fyrri áætlun. Þó er fyrirvari til staðar vegna veðurs.

Brennustjórar á hverju svæði fyrir sig munu taka loka ákvörðun um það hvort tendrað er í brennum með tilliti til veðurs. Þá verður ákvörðun þessi tekin í samráði við fulltrúa frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þetta staðfestir Gunnar Hersveinn Sigursteinsson hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar við fréttastofu.

Enn er möguleiki á því að brennur verði flautaðar af með stuttum fyrirvara vegna veðurs. Vonast er til þess að ekki verði nauðsynlegt að grípa til slíkra ráðstafana.

Brennudagskrá Reykjavíkurborgar má sjá hér að neðan.

  • Við Ægisíðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, tendrað kl. 21:00.
  • Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Suðurfell, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15:00)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×