Hróshringur þingmanna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2022 16:46 Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví. Björn Leví sagðist sjaldan hafa rætt við fjármálaráðherra, alla vega á persónulegu nótunum, en gæti hins vegar vel hrósað honum fyrir pólitísk útspil: „Ég kann að meta fólk sem kann að spila leiki. Og Bjarni kann tvímælalaust að spila leikinn, hann er rosalega góður í því og ég ber virðingu fyrir því.“ Kryddsíld í heild sinni: Bjarni fékk það hlutverk að hrósa Þorgerði Katrínu, sem áður var í Sjálfstæðisflokknum. Það þótti honum ekki erfitt: „Þorgerður, minn gamli félagi og samstarfsmaður, er ofboðslega kraftmikil kona. Hún mætir til leiks sigurviss og brött í baráttuna alltaf, ég held að það sé eiginleiki sem er öfundsverður,“ sagði Bjarni meðal annars. Þingmennirnir virtust ekki eiga í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum, þrátt fyrir svipinn á myndinni.Vísir/Hulda Margrét Þorgerður hrósaði Ingu Sæland og sagði ótrúlega gaman að vinna með henni: „Hún er ekki bara vindorkuver, hún er kjarnorkusprengja - liggur við - inn í íslenska pólitík. Það sem mér hefur fyrst og fremst þótt vænt um er að hún er alltaf sönn sínu umboði.“ Hringurinn gekk áfram og Inga Sæland fékk að hrósa Sigurði Inga: „Að vinna með Sigurði Inga eru ákveðin forréttindi vegna þess að hann er alltaf tilbúinn til þess að fara milliveginn. Hann er alltaf tilbúinn til að vera jákvæður. Hann er leiðtogi, og ég verð að segja það, að ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum þó við séum ekki alltaf sammála í pólitík.“ Sigurður Ingi hrósaði Kristrúnu Frostadóttur og sagði fyrstu kynni vel hafa farið af stað: „Hún kom mér fyrir sjónir sem áhugasöm, með þekkingu á mörgum málum og mikinn vilja til að taka þátt. Síðan hún varð formaður sá ég að hún vill feta þessa leið að finna jákvæðar lausnir.“ Þingmennirnir áttu ekki í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum.Vísir/Hulda Margrét Kristrún sagði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vera mikla fyrirmynd: „Ég held að það sé ekki af ástæðulausu að hún er vinsælasti stjórnmálamaður landsins og auðvitað er ástæða fyrir því. Ég held að fólk upplifi fyrst og fremst að hún sé heiðarleg og alþýðleg, ætla ég að leyfa mér að segja. Ég ber mikla virðingu fyrir þér, Katrín.“ Því næst sagði Katrín Jakobsdóttir að leiðir þeirra Sigmundar Davíð hafi legið lengi saman, allt síðan á Ríkisútvarpinu: „Mér þykir vænt um Sigmund, hann er flugmælskur, á merkilega sögu sem stjórnmálamaður en því miður erum við ósammála um svona 95 prósent. En við erum sammála um að vera ósammála og höfum mjög gaman að því að tala um 5 prósentin,“ sagði Katrín og hló. Loks fékk Sigmundur Davíð það hlutverk að hrósa Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Þeir væru þó langsjaldnast sammála: „Svo verð ég eiginlega að hrósa honum, þó mér sé það nánast þvert um geð, fyrir ákveðna þvermóðsku. Maðurinn er mjög þrjóskur og neitar til dæmis að ganga í skóm, neitar að setja á sig bindi en maður verður að bera ákveðna virðingu fyrir þeirri þrautseigju; að láta ekki segja sér til og vera eins og maður er.“ Sigmundur Davíð gerði létt grín að Birni Leví, sem var á sokkaleistunum í Kryddsíldinni.Vísir/Hulda Margrét Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Björn Leví sagðist sjaldan hafa rætt við fjármálaráðherra, alla vega á persónulegu nótunum, en gæti hins vegar vel hrósað honum fyrir pólitísk útspil: „Ég kann að meta fólk sem kann að spila leiki. Og Bjarni kann tvímælalaust að spila leikinn, hann er rosalega góður í því og ég ber virðingu fyrir því.“ Kryddsíld í heild sinni: Bjarni fékk það hlutverk að hrósa Þorgerði Katrínu, sem áður var í Sjálfstæðisflokknum. Það þótti honum ekki erfitt: „Þorgerður, minn gamli félagi og samstarfsmaður, er ofboðslega kraftmikil kona. Hún mætir til leiks sigurviss og brött í baráttuna alltaf, ég held að það sé eiginleiki sem er öfundsverður,“ sagði Bjarni meðal annars. Þingmennirnir virtust ekki eiga í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum, þrátt fyrir svipinn á myndinni.Vísir/Hulda Margrét Þorgerður hrósaði Ingu Sæland og sagði ótrúlega gaman að vinna með henni: „Hún er ekki bara vindorkuver, hún er kjarnorkusprengja - liggur við - inn í íslenska pólitík. Það sem mér hefur fyrst og fremst þótt vænt um er að hún er alltaf sönn sínu umboði.“ Hringurinn gekk áfram og Inga Sæland fékk að hrósa Sigurði Inga: „Að vinna með Sigurði Inga eru ákveðin forréttindi vegna þess að hann er alltaf tilbúinn til þess að fara milliveginn. Hann er alltaf tilbúinn til að vera jákvæður. Hann er leiðtogi, og ég verð að segja það, að ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum þó við séum ekki alltaf sammála í pólitík.“ Sigurður Ingi hrósaði Kristrúnu Frostadóttur og sagði fyrstu kynni vel hafa farið af stað: „Hún kom mér fyrir sjónir sem áhugasöm, með þekkingu á mörgum málum og mikinn vilja til að taka þátt. Síðan hún varð formaður sá ég að hún vill feta þessa leið að finna jákvæðar lausnir.“ Þingmennirnir áttu ekki í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum.Vísir/Hulda Margrét Kristrún sagði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vera mikla fyrirmynd: „Ég held að það sé ekki af ástæðulausu að hún er vinsælasti stjórnmálamaður landsins og auðvitað er ástæða fyrir því. Ég held að fólk upplifi fyrst og fremst að hún sé heiðarleg og alþýðleg, ætla ég að leyfa mér að segja. Ég ber mikla virðingu fyrir þér, Katrín.“ Því næst sagði Katrín Jakobsdóttir að leiðir þeirra Sigmundar Davíð hafi legið lengi saman, allt síðan á Ríkisútvarpinu: „Mér þykir vænt um Sigmund, hann er flugmælskur, á merkilega sögu sem stjórnmálamaður en því miður erum við ósammála um svona 95 prósent. En við erum sammála um að vera ósammála og höfum mjög gaman að því að tala um 5 prósentin,“ sagði Katrín og hló. Loks fékk Sigmundur Davíð það hlutverk að hrósa Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Þeir væru þó langsjaldnast sammála: „Svo verð ég eiginlega að hrósa honum, þó mér sé það nánast þvert um geð, fyrir ákveðna þvermóðsku. Maðurinn er mjög þrjóskur og neitar til dæmis að ganga í skóm, neitar að setja á sig bindi en maður verður að bera ákveðna virðingu fyrir þeirri þrautseigju; að láta ekki segja sér til og vera eins og maður er.“ Sigmundur Davíð gerði létt grín að Birni Leví, sem var á sokkaleistunum í Kryddsíldinni.Vísir/Hulda Margrét
Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira