Hvati fór yfir vinsælustu lögin á Bylgjunni fyrir tónlistarárið 2022 á nýársdag 2023 á milli klukkan 12:15 og 16:00. Listann má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Einstök endurgerð
Það er tónlistarkonan Bríet sem situr í fyrsta sæti yfir árið með lagið Dýrð í dauðaþögn, í útgáfu sem endurvekur gamalt lag á einstakan hátt.
Platan Dýrð í dauðaþögn kom út árið 2012 og var frumraun Ásgeirs Trausta, sem var aðeins 19 ára þegar hún kom út. Platan sló sölumet á sínum tíma og fagnaði tíu ára afmæli sínu á árinu 2022, meðal annars með endurútgáfu þar sem úrvalslið íslensks tónlistarfólks tók þá að sér að endurgera lögin á sinn einstaka hátt.
Útgáfa Bríetar af laginu Dýrð í dauðaþögn hefur með sanni slegið í gegn.
Dúettar vinsælir
Íslensk tónlist var mikið spiluð á Bylgjunni í ár en fimm efstu lög Árslistans eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk.
Bubbi Morthens og Auður sitja í öðru sæti listans með lagið Tárin falla hægt og Friðrik Dór í því þriðja með lagið Bleikur og blár.
Þá eru Hjálmar og GDRN í fjórða sæti listans með lagið Upp á rönd og Friðrik Dór og Björgvin Halldórsson í fimmta sæti með lagið Dagar & nætur. Því má segja að dúettar hafi verið vinsælir á síðasta tónlistarári.
Hér má sjá efstu tuttugu lög Árslistans á Bylgjunni: