Mbappé endaði sem markahæsti leikmaður ársins 2022 en hann skoraði tíu mörkum meira en næsti maður þegar lögð eru saman mörk með félagsliðum og landsliðum.
Mbappé skoraði alls 56 mörk á síðasta almanaksári þar af voru 44 fyrir Paris Saint Germain. Mbappé, sem varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Katar með átta mörk í sjö leikjum en hann skoraði alls tólf mörk í þrettán leikjum fyrir franska landsliðið á árinu 2022.
Næstu á eftir Mbappé var hinni norski Haaland með 46 mörk. Haaland hefur skorað 27 mörk fyrir Manchester City en hann var einnig með 10 mörk fyrir Borussia Dortmund og níu mörk fyrir norska landsliðið.
Í næstu sætum á eftir voru síðan Pólverjinn Robert Lewandowski hjá Bayern München og Barcelona með 42 mörk, Íraninn Mehdi Taremi hjá Porto með 37 mörk og Frakkinn Christopher Nkunku hjá Leipzig með 37 mörk.
Liðsfélagi Mbappé hjá PSG, Lionel Messi, var sá sem gaf flestar stoðsendingar á árinu 2022 eða þrjátíu í 51 leik. Messi fór á kostum með argentínska landsliðinu en hann var með 18 mörk og sex stoðsendingar í fjórtán leikjum með landsliðinu á síðasta ári.
Næsti á eftir Messi í stoðsendingum voru Dusan Tadic (28 stoðsendingar), Kevin De Bruyne (27 stoðsendingar), Cody Gakpo (23 stoðsendingar) og Neymar (19 stoðsendingar).
Messi deilir síðan sjötta sætinu í markaskorun með 35 mörk eins og þeir Harry Kane og Ricardo Gomes.