Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. janúar 2023 15:30 Bill Browder er vel þekktur bandarískur kaupsýslumaður. Drew Angerer/Getty Images Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus. Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus.
Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41