Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. janúar 2023 15:30 Bill Browder er vel þekktur bandarískur kaupsýslumaður. Drew Angerer/Getty Images Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus. Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus.
Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41