McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2023 14:05 Kevin McCarthy þykir í erfiðri stöðu en hann hefur lagt mikið púður í það að verða forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Útlit er fyrir að honum muni mistakast það aftur. AP/Carolyn Kaster Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Hann reyndi það síðast árið 2015 en þá mistókst honum að tryggja sér embættið og það endaði í höndum Paul Ryans. Repúblikanar tryggðu sér mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en hún skiptist 222-212 milli flokka. McCarthy má því ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins neiti að styðja hann. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að það séu töluvert fleiri þingmenn en það sem vilja ekki að hann verði forseti þingsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem þykja langt til hægri og öfgakenndir eru mótfallnir McCarthy og aðrir hófsamir Repúblikanar eru einnig sagðir óttast það að öfgakenndir þingmenn gætu notað sér veika stöðu McCarthy til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Samkvæmt frétt Politico ræddi McCarthy við þingflokkinn í gær og hét hann því að verða við kröfum þingmanna um að breytingar yrðu gerðar á reglum svo auðveldara yrði að víkja honum úr embætti. Breytingarnar yrðu á þá leið að einungis fimm þingmenn þyrftu að krefjast atkvæðagreiðslu um að víkja þingforseta úr embætti, í stað helmings þingflokksins. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar birtu níu íhaldssamir þingmenn flokksins yfirlýsingu um að McCarthy hefði ekki stuðning þeirra. Það er til viðbótar við fimm aðra þingmenn flokksins sem hafa lýst því yfir að þeir styðji McCarthy ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Einn þingmaður flokksins sem ræddi við blaðamenn Politico sagði þar að auki að einhverjir óákveðnir þingmenn ætluðu sér ekki að styðja hann. „Vandamálið er að fólk treystir Kevin McCarthy ekki og nokkrir ætla ekki að veita honum atkvæði,“ sagði þingmaðurinn sem ræddi við miðilinn gegn nafnleynd. Þingmaðurinn Bob Good sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei veita McCarthy atkvæði sitt. Aðspurður um annan mögulegan þingforseta, sagði Good að það kæmi í ljós á morgun. Rep. Bob Good says unequivocally on Fox & Friends that he won't vote for Kevin McCarthy for speaker, then says of an alternate candidate, "you'll see that name tomorrow on the second ballot" pic.twitter.com/I3ollpJw8A— Aaron Rupar (@atrupar) January 2, 2023 Bandaríski miðillinn Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum þingsins, segir að útlit sé fyrir að allavega fimm til tíu þingmenn ætli ekki að styðja McCarthy. Ekki sé þó ljóst hvort allir muni standa við það, því erfitt sé fyrir þingmenn að fara svo opinberlega gegn leiðtoga þingflokksins og að mikil óreiða gæti myndast á þinginu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Hann reyndi það síðast árið 2015 en þá mistókst honum að tryggja sér embættið og það endaði í höndum Paul Ryans. Repúblikanar tryggðu sér mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en hún skiptist 222-212 milli flokka. McCarthy má því ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins neiti að styðja hann. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að það séu töluvert fleiri þingmenn en það sem vilja ekki að hann verði forseti þingsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem þykja langt til hægri og öfgakenndir eru mótfallnir McCarthy og aðrir hófsamir Repúblikanar eru einnig sagðir óttast það að öfgakenndir þingmenn gætu notað sér veika stöðu McCarthy til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Samkvæmt frétt Politico ræddi McCarthy við þingflokkinn í gær og hét hann því að verða við kröfum þingmanna um að breytingar yrðu gerðar á reglum svo auðveldara yrði að víkja honum úr embætti. Breytingarnar yrðu á þá leið að einungis fimm þingmenn þyrftu að krefjast atkvæðagreiðslu um að víkja þingforseta úr embætti, í stað helmings þingflokksins. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar birtu níu íhaldssamir þingmenn flokksins yfirlýsingu um að McCarthy hefði ekki stuðning þeirra. Það er til viðbótar við fimm aðra þingmenn flokksins sem hafa lýst því yfir að þeir styðji McCarthy ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Einn þingmaður flokksins sem ræddi við blaðamenn Politico sagði þar að auki að einhverjir óákveðnir þingmenn ætluðu sér ekki að styðja hann. „Vandamálið er að fólk treystir Kevin McCarthy ekki og nokkrir ætla ekki að veita honum atkvæði,“ sagði þingmaðurinn sem ræddi við miðilinn gegn nafnleynd. Þingmaðurinn Bob Good sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei veita McCarthy atkvæði sitt. Aðspurður um annan mögulegan þingforseta, sagði Good að það kæmi í ljós á morgun. Rep. Bob Good says unequivocally on Fox & Friends that he won't vote for Kevin McCarthy for speaker, then says of an alternate candidate, "you'll see that name tomorrow on the second ballot" pic.twitter.com/I3ollpJw8A— Aaron Rupar (@atrupar) January 2, 2023 Bandaríski miðillinn Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum þingsins, segir að útlit sé fyrir að allavega fimm til tíu þingmenn ætli ekki að styðja McCarthy. Ekki sé þó ljóst hvort allir muni standa við það, því erfitt sé fyrir þingmenn að fara svo opinberlega gegn leiðtoga þingflokksins og að mikil óreiða gæti myndast á þinginu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20
Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03
Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21