3000 ungmenni hvorki í skóla né vinnu á aldrinum 16-24 ára á höfuðborgarsvæðinu? Davíð Bergmann Davíðsson skrifar 3. janúar 2023 08:00 Á höfuðborgarsvæðinu eru rétt um 28000 einstaklingar á þessum aldri. Það væri ansi forvitnilegt að vita hver talan er á landsvísu. En hvaða 3000 ungmenni skildu þetta vera og verða þau tilbúinn til að taka þátt í fjórðu iðnbyltingunni eða munu þau festast í bótakerfinu sem tryggingaþegar framtíðar. Bíður þeirra jafnvel að vera föst í fátæktar gildru til æviloka sem kemur til með að auka en frekar á ójöfnuð í okkar samfélagi? Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru að glíma við skólaforðun frá því í grunnskóla eða nemarnir sem detta út úr framhaldsskólunum strax á haustin af ýmsum ástæðum. Þetta þarf að rannsaka og á ekki að líðast í velferðarsamfélagi eins og okkar að nærri 12 % ungmenna á höfuðborgarsvæðinu séu iðjulaus fyrir utan það hvað á þetta eftir að kosta þjóðarbúið næstu árin og áratugina. Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru gróðursett fyrir framan tölvuna nánast allan sólarhringinn og drekka orku drykki í lítra vís til að geta haldið sér vakandi við þá iðju og eru á sama tíma að glíma við kvíða og þunglyndi. Jafnvel þau sömu sem þurfa svefn og geðlyf vegna þess að þau hræðast framtíðina og hvað bíður þeirra í lífinu? Til að setja þessar tölur í samhengi þá búa á Egilsstöðum 2572. Það leituðu 2000 flóttamenn hingað til lands á síðasta ári. Hvað eigum við gera til að bregðast við þessu ? Hvað með að fjölga Fjölsmiðjum sem er bæði vinnu og skólaúrræði og styrkja þær sem fyrir eru enn frekar. Möguleikar til framþróunar og nýsköpunar eru endalausir þar og ef það er eitt sem þessi ungmenni þurfa, þá er það þjálfun áður en þau fara á almennan vinnumarkað því þar er ávalt krafist reynslu . Eitt veit ég það má ekki draga fæturna og það þarf að bregðast við STRAX því það að vera stefnu og markmiðslaus á þessum árum getur haft lífshættulegar afleiðingar í för með sér. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Davíð Bergmann Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu eru rétt um 28000 einstaklingar á þessum aldri. Það væri ansi forvitnilegt að vita hver talan er á landsvísu. En hvaða 3000 ungmenni skildu þetta vera og verða þau tilbúinn til að taka þátt í fjórðu iðnbyltingunni eða munu þau festast í bótakerfinu sem tryggingaþegar framtíðar. Bíður þeirra jafnvel að vera föst í fátæktar gildru til æviloka sem kemur til með að auka en frekar á ójöfnuð í okkar samfélagi? Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru að glíma við skólaforðun frá því í grunnskóla eða nemarnir sem detta út úr framhaldsskólunum strax á haustin af ýmsum ástæðum. Þetta þarf að rannsaka og á ekki að líðast í velferðarsamfélagi eins og okkar að nærri 12 % ungmenna á höfuðborgarsvæðinu séu iðjulaus fyrir utan það hvað á þetta eftir að kosta þjóðarbúið næstu árin og áratugina. Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru gróðursett fyrir framan tölvuna nánast allan sólarhringinn og drekka orku drykki í lítra vís til að geta haldið sér vakandi við þá iðju og eru á sama tíma að glíma við kvíða og þunglyndi. Jafnvel þau sömu sem þurfa svefn og geðlyf vegna þess að þau hræðast framtíðina og hvað bíður þeirra í lífinu? Til að setja þessar tölur í samhengi þá búa á Egilsstöðum 2572. Það leituðu 2000 flóttamenn hingað til lands á síðasta ári. Hvað eigum við gera til að bregðast við þessu ? Hvað með að fjölga Fjölsmiðjum sem er bæði vinnu og skólaúrræði og styrkja þær sem fyrir eru enn frekar. Möguleikar til framþróunar og nýsköpunar eru endalausir þar og ef það er eitt sem þessi ungmenni þurfa, þá er það þjálfun áður en þau fara á almennan vinnumarkað því þar er ávalt krafist reynslu . Eitt veit ég það má ekki draga fæturna og það þarf að bregðast við STRAX því það að vera stefnu og markmiðslaus á þessum árum getur haft lífshættulegar afleiðingar í för með sér. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar