Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2023 11:27 Egill Helgason og Jóhannes Þór Skúlason sjá stöðuna í vetrarferðamennskunni hér á landi ekki alveg sömu augum. Vísir/Vilhelm Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir að honum hrjósi hugur við kröfu um að túristar komist þangað sem þeir vilji í alls kyns veðrum og björgunarsveitir standi vaktina. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sakar Egil um væl enda sé eðlileg krafa að hægt sé að koma ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær hvernig staðið hefði verið að óvissustigi almannavarna á gamlársdag vegna slæmrar veðurspár. Ferðaþjónustufyrirtæki felldu niður ferðir en svo reyndist veðrið í fínu lagi. Þetta rýri traust til ferðaþjónustu hér á landi. Þurfi ríka ástæðu til að loka „Það verður svo svakalegt tjón þegar samgöngur raskast svo það má ekki gerast nema það sé rík ástæða fyrir því,“ sagði Bjarnheiður. Lokun Reykjanesbrautar í óveðri í desember raskaði plönum þúsunda ferðalanga til og frá landinu. Bjarnheiður sagði að ferðaþjónustan þyrfti að verða aðili að samtali um óvissustig og innviði. Ráðast í stefnumótun frá grunni og mynda heildarstefnu. „Það er mjög vont að loka fyrir fram áður en öruggt er að veðrið skelli á. Það þarf að tryggja upplýsingaflæði.“ Þó eigi öryggi ferðamanna alltaf að vera í fyrsta sæti. Frekja sé einkenni ferðaþjónustunnar Egill Helgason fjölmiðlamaður staldrar við orð Bjarnheiðar í hugvekju um málið á Facebook. „Þarna er gert ráð fyrir því að tugþúsundir erlendra ferðamanna komist til staða sem fæstum Íslendingum dytti í hug að fara á um hávetur. Og það á misjafnlega útbúnum rútum og bílaleigubílum. Það er allt í lagi að hafa einhverja vetrarferðaþjónustu á Íslandi, en náttúran setur henni mikil takmörk. Eitt helsta einkenni á Íslands er jú hversu veðrið er rosalega breytilegt og oft illfyrirsjáanlegt,“ segir Egill. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður leggur orð í belg. „Annað helsta einkenni Íslands er frekja ferðaþjónustunnar.“ Komið hefur endurtekið til tals að björgunarsveitir standi vaktina í óveðrum og hjálpi fólki að komast leiðar sinnar. Björgunarsveitir bregðast jafnan við í óveðrum þegar ferðamenn sem landsmenn festa bíla sína úti á landi. Til dæmis á dögunum þegar bílstjóri Hópbíla ók fram hjá lokun á Suðurlandsvegi og festi sig, ekki einu sinni heldur tvisvar. „Og mér hrýs dálítið hugur við kröfunni sem er gerð til björgunarsveitanna - að þær verði eins konar hjástoð ferðaþjónustunnar til að tryggja að túristar geti komist þangað sem þeir vilja og lagt bílum sínum. Ef menn villja hafa svo mikla vetrarferðamennsku þarf að nota eitthvað annað en sveitir sjálfboðaliða,“ segir Egill. Endemis væl Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hristir hausinn yfir vangaveltum Egils. Staldrar við þau orð hans að ferðamenn séu að reyna að komast á staði sem Íslendingum dytti ekki í hug að sækja heim um hávetur. „Til staða sem fæstum Islendingum dytti í hug að fara á um hávetur? Eins og til Selfoss? Eða á Þingvelli? Yfir Kjalarnes? Eða kannski, gvöðforðokkur, til Keflavíkur! Í alvöru Egill, hvaða endemis væl er þetta?“ spyr Jóhannes Þór og er ekki skemmt. Egill svarar kokhraustur. „Mér hefur sýnst að stefnan sé ekki síst á það sem kallast Black Beach,“ segir Egill og vísar til ferðalanga á leið í Reynisfjöru í ólíklegustu veðrum og vindum. „Þangað getur verið andskotanum erfðara að komast í vetrarveðrum. Jú, og meira að að segja Hellisheiði er oft ófær á vetrum. Þetta er spurning um magn - við stefnum gríðarlegum bílaflota á staði þar sem getur snögglega orðið ófært. Vegagerðin breytir því ekki að við lifum á mörkum hins byggilega heims. Bílaleigurnar þurfa líka að fræða fólk meira um aðstæður. Sjálfur er ég ágætlega vanur því að ferðast um landið í vetrarfærð vegna starfs míns. En fer helst ekki án þess að vera öflugum fjórhjóladrifnum jeppa.“ Þó áhugaverðar umræður hafi skapast við hugvekju Egils er enginn búinn að finna lausnina. Minnt er á hversu gríðarlega mikilvæg ferðaþjónustan sé fyrir landið í heild enda Ísland sannkallað ferðaþjónustuland. Enda trompi tekjurnar þær sem þjóðin hafi af fisknum. Margir kalla eftir því að ferðaþjónustan taki þátt í uppbyggingu hér á landi enda finni þjóðin líka fyrir fjöldanum hvort sem litið sé til viðkvæmrar náttúru eða álags á vegakerfið með tilheyrandi kostnaði. Kínverskir ferðamenn í basli Mikill fjöldi ferðamanna er á ferð um landið þessa dagana og misvanir því að keyra í íslenskum aðstæðum. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona lýsti kostulegum samskiptum við kínverska ferðamenn á Reykjanesbrautinni. Þar reyndist bílstjórinn ekki kunna að keyra bíl. Börkur Hrólfsson leiðsögumaður vakti athygli á því í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar í gær að hann hefði tilkynnt meinta kínverska ferðaskrifstofu til Samgöngustofu í gær. Þar hafi verið á ferðinni aðili sem sagðist vinna fyrir kínverskt ferðaþjónustufyrirtæki og með átta farþega um borð í fimm daga ferð. Hópurinn var staddur við Seljalandsfoss og reyndist aðilinn, að sögn Barkar, ekki hafa tilskilin réttindi til að ferðast með ferðamenn. „Við leyfishafar förum fram á að lögregla verði látin vita, og að þessi rekstur verði rannsakaður. Og sektum beitt samkvæmt lögum.“ Ferðamennska á Íslandi Veður Færð á vegum Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær hvernig staðið hefði verið að óvissustigi almannavarna á gamlársdag vegna slæmrar veðurspár. Ferðaþjónustufyrirtæki felldu niður ferðir en svo reyndist veðrið í fínu lagi. Þetta rýri traust til ferðaþjónustu hér á landi. Þurfi ríka ástæðu til að loka „Það verður svo svakalegt tjón þegar samgöngur raskast svo það má ekki gerast nema það sé rík ástæða fyrir því,“ sagði Bjarnheiður. Lokun Reykjanesbrautar í óveðri í desember raskaði plönum þúsunda ferðalanga til og frá landinu. Bjarnheiður sagði að ferðaþjónustan þyrfti að verða aðili að samtali um óvissustig og innviði. Ráðast í stefnumótun frá grunni og mynda heildarstefnu. „Það er mjög vont að loka fyrir fram áður en öruggt er að veðrið skelli á. Það þarf að tryggja upplýsingaflæði.“ Þó eigi öryggi ferðamanna alltaf að vera í fyrsta sæti. Frekja sé einkenni ferðaþjónustunnar Egill Helgason fjölmiðlamaður staldrar við orð Bjarnheiðar í hugvekju um málið á Facebook. „Þarna er gert ráð fyrir því að tugþúsundir erlendra ferðamanna komist til staða sem fæstum Íslendingum dytti í hug að fara á um hávetur. Og það á misjafnlega útbúnum rútum og bílaleigubílum. Það er allt í lagi að hafa einhverja vetrarferðaþjónustu á Íslandi, en náttúran setur henni mikil takmörk. Eitt helsta einkenni á Íslands er jú hversu veðrið er rosalega breytilegt og oft illfyrirsjáanlegt,“ segir Egill. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður leggur orð í belg. „Annað helsta einkenni Íslands er frekja ferðaþjónustunnar.“ Komið hefur endurtekið til tals að björgunarsveitir standi vaktina í óveðrum og hjálpi fólki að komast leiðar sinnar. Björgunarsveitir bregðast jafnan við í óveðrum þegar ferðamenn sem landsmenn festa bíla sína úti á landi. Til dæmis á dögunum þegar bílstjóri Hópbíla ók fram hjá lokun á Suðurlandsvegi og festi sig, ekki einu sinni heldur tvisvar. „Og mér hrýs dálítið hugur við kröfunni sem er gerð til björgunarsveitanna - að þær verði eins konar hjástoð ferðaþjónustunnar til að tryggja að túristar geti komist þangað sem þeir vilja og lagt bílum sínum. Ef menn villja hafa svo mikla vetrarferðamennsku þarf að nota eitthvað annað en sveitir sjálfboðaliða,“ segir Egill. Endemis væl Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hristir hausinn yfir vangaveltum Egils. Staldrar við þau orð hans að ferðamenn séu að reyna að komast á staði sem Íslendingum dytti ekki í hug að sækja heim um hávetur. „Til staða sem fæstum Islendingum dytti í hug að fara á um hávetur? Eins og til Selfoss? Eða á Þingvelli? Yfir Kjalarnes? Eða kannski, gvöðforðokkur, til Keflavíkur! Í alvöru Egill, hvaða endemis væl er þetta?“ spyr Jóhannes Þór og er ekki skemmt. Egill svarar kokhraustur. „Mér hefur sýnst að stefnan sé ekki síst á það sem kallast Black Beach,“ segir Egill og vísar til ferðalanga á leið í Reynisfjöru í ólíklegustu veðrum og vindum. „Þangað getur verið andskotanum erfðara að komast í vetrarveðrum. Jú, og meira að að segja Hellisheiði er oft ófær á vetrum. Þetta er spurning um magn - við stefnum gríðarlegum bílaflota á staði þar sem getur snögglega orðið ófært. Vegagerðin breytir því ekki að við lifum á mörkum hins byggilega heims. Bílaleigurnar þurfa líka að fræða fólk meira um aðstæður. Sjálfur er ég ágætlega vanur því að ferðast um landið í vetrarfærð vegna starfs míns. En fer helst ekki án þess að vera öflugum fjórhjóladrifnum jeppa.“ Þó áhugaverðar umræður hafi skapast við hugvekju Egils er enginn búinn að finna lausnina. Minnt er á hversu gríðarlega mikilvæg ferðaþjónustan sé fyrir landið í heild enda Ísland sannkallað ferðaþjónustuland. Enda trompi tekjurnar þær sem þjóðin hafi af fisknum. Margir kalla eftir því að ferðaþjónustan taki þátt í uppbyggingu hér á landi enda finni þjóðin líka fyrir fjöldanum hvort sem litið sé til viðkvæmrar náttúru eða álags á vegakerfið með tilheyrandi kostnaði. Kínverskir ferðamenn í basli Mikill fjöldi ferðamanna er á ferð um landið þessa dagana og misvanir því að keyra í íslenskum aðstæðum. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona lýsti kostulegum samskiptum við kínverska ferðamenn á Reykjanesbrautinni. Þar reyndist bílstjórinn ekki kunna að keyra bíl. Börkur Hrólfsson leiðsögumaður vakti athygli á því í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar í gær að hann hefði tilkynnt meinta kínverska ferðaskrifstofu til Samgöngustofu í gær. Þar hafi verið á ferðinni aðili sem sagðist vinna fyrir kínverskt ferðaþjónustufyrirtæki og með átta farþega um borð í fimm daga ferð. Hópurinn var staddur við Seljalandsfoss og reyndist aðilinn, að sögn Barkar, ekki hafa tilskilin réttindi til að ferðast með ferðamenn. „Við leyfishafar förum fram á að lögregla verði látin vita, og að þessi rekstur verði rannsakaður. Og sektum beitt samkvæmt lögum.“
Ferðamennska á Íslandi Veður Færð á vegum Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira