Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, ítalski boltinn og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Njarðvík heimsækir nágranna sína í Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Njarðvík heimsækir nágranna sína í Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Vísir/Bára

Sportrásir stöðvar 2 bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum fyrsta miðvikudegi ársins þar sem hægt verður að fylgjast með íþróttum frá morgni til kvölds.

Við hefjum leik á Ítalíu þar sem boltinn er farinn að rúlla á ný eftir HM í Katar. Alls verða fimm leikir í beinni útsendingu í dag og verða þeir allir sýndir á Stöð 2 Sport 2.

Salernitana tekur á móti Ítalúmeisturum AC Milan klukkan 11:20 og klukkan 13:25 er komið að viðureign Spezia og Atalanta. Roma tekur svo á móti Bologna klukkan 15:25 áður en Juventus sækir Cremonese heim klukkan 17:20. Við endum ítölsku veisluna svo á stórleik Inter og Napoli klukkan 19:35.

Þá eru einnig tveir leikir á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta á Stöð 2 Sport. Grindavík tekur á móti Fjölni klukkan 18:05 áður en Keflavík og Njarðvík eigast við í Suðurnesjaslag klukkan 20:05.

Að lokum verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×