„Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. janúar 2023 19:15 Sóttvarnalæknir segir óljóst hvert ástandið sé í Kína þegar kemur að faraldrinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbrigðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira. Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira