Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 07:33 Áhyggjur eru uppi um að McCarthy muni ekki takast að sameina þingflokkinn að baki sér. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02