Sport

Brady einn þeirra gjaf­mildu: Sam­tök Hamlin hafa safnað 780 milljónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damar Hamlin berst nú fyrir lífi sínu.
Damar Hamlin berst nú fyrir lífi sínu. Getty/ Ian Johnson

Peningarnir halda áfram að streyma inn á GoFundMe síðu NFL-leikmannsins Damar Hamlin sem hneig niður í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöldið.

Hjarta Damar Hamlin hætti að slá eftir að hann hafði staðið upp eftir mikið samstuð. Hann var endurlífgaður á vellinum og svo aftur á sjúkrahúsinu en hann liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Leik Buffalo og Cincinnati var aflýst og hefur ekki verið settur á aftur.

Fljótlega eftir leikinn fóru framlög að streyma inn til góðgerðasamtaka Hamlin og nú er búið að safna 5,5 milljónum Bandaríkjadölum eða um 780 milljónum íslenskra króna.

Fjölmargir þekktir einstaklingar hafa lagt inn pening þar á meðal NFL-stjörnur eins og þeir Tom Brady, Russell Wilson, Andy Dalton og Josh McDaniels svo einhverjir séu nefndir. NFL-liðin eru einnig að gefa pening.

Brady gaf tíu þúsund dollara eða 1,4 milljón íslenskra króna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×