Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Bílslysið suður af Öræfajökli, lokun skotsvæðis Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, tjón af völdum kulda og glæpasamtök á Spáni eru meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Erlendir ferðamenn voru í annarri bifreiðinni sem lenti í hörðum árekstri suður af Öræfajökli í gær og Íslendingar í hinni. Um var að ræða níu einstaklinga, sem allir voru með góð lífsmörk þegar þeir voru fluttir á sjúkrahús.

Formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi.

Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir.

Spænska lögreglan hefur flett ofan af mafíu sem teygir sig víða um Spán og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin, sem eru rússnesk, stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur afhent lögreglu mikið magn gagna, sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×