Lífið

Viðar Örn og Thelma selja hönnunar­perlu í Kópa­vogi

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þessi einstaka eign er til sölu en húsið hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra hönnunarverðlauna.
Þessi einstaka eign er til sölu en húsið hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Fasteignaljósmyndun

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og barnsmóðir hans Thelma Rán Óttarsdóttir eru að selja stórglæsilegt einbýlishús við Perlukór í Kópavogi.

Um er að ræða tæplega 300 fermetra einbýli á tveimur hæðum sem staðsett er á fallegum stað í Kórahverfinu. Ásett verð er 215 milljónir en fasteignamat eignarinnar er rúmlega 130 milljónir.

Húsið er teiknað af Kurt og Pí arkitektum og hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Hönnun hússins er einstök fyrir það leyti að fyrir miðju er innigarður sem myndar gegnsæi á milli hæða og dreifir birtu um rýmin.

Á neðri hæð hússins er anddyri, eldhús, gestasalerni, stofa þar sem útgengt er á verönd sem snýr í suður og tæplega 40 fermetra bílskúr. Tvær leiðir eru upp á efri hæðina sem myndar gott hringflæði um húsið. Á efri hæðinni eru þrjú rúmgóð barnaherbergi, hjónaherbergi með baðherbergi, þvottahús og sjónvarpsstofu. Á efri hæðinni er útgengt á rúmgóðar þaksvalir með útsýni til fjalla.

Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis.

Húsið er staðsett við Perlukór 8.Fasteignaljósmyndun
Húsið stendur á rúmgóðri lóð.Fasteignaljósmyndun
Hönnun hússins er einstök.Fasteignaljósmyndun
Nóg af skápaplássi.Fasteignaljósmyndun
Opið er á milli stofu, eldhúss og borðstofu.Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er með sérsmíðaðri eikarinnréttingu, eldunareyju úr ryðfríu stáli og parketi á gólfum.Fasteignaljósmyndun
Húsið hverfist um innigarð sem myndar gegnsæi á milli hæða og dreifir birtu um rýmin.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi innan af hjónaherberginu.Fasteignaljósmyndun
Úr hjónaherberginu er útgengt á rúmgóðar svalir.Fasteignaljósmyndun
Hjónaherbergið er teppalagt.Fasteignaljósmyndun
Húsið er á fallegum stað.Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.