Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2023 14:23 Donald Trump ogo Kevin McCarthy. AP Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent