Úr slæmu ástandi í enn verra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 19:00 Eggert Eyjólfsson, sérfræðingur í bráðalækningum. Vísir/Egill Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira