Ýmsar leiðir til að takmarka tjón áður en hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 20:31 Sigrún Þorsteinsdóttir er forvarnarfulltrúi VÍS. sigurjón ólason Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist tryggingafélaginu VÍS vegna snjóþyngsla og óttast forvarnarfulltrúi félagsins holskeflu tilkynninga þegar hlýna fer um helgina. Hún fór yfir það hvernig takmarka má tjón. Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla. Veður Tryggingar VÍS Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla.
Veður Tryggingar VÍS Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira