Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Siggeir Ævarsson skrifar 4. janúar 2023 21:36 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. „Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“ Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
„Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“
Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik