Lífið

Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villi­bráð

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Það var líf og fjör í Smárabíói í gær.
Það var líf og fjör í Smárabíói í gær.

Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur.

„Myndin er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ sagði Elsa María í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Myndin segir frá sjö vinum sem ákveða að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Þau leggja síma sína á borðið og fallast á það að deila öllum símtölum og skilaboðum með hópnum til þess að sanna að þau hafi ekkert að fela.

Um er að ræða endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness.

Íslenska handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu.

Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Það var húsfyllir í Smárabíói í gærkvöldi á forsýningu myndarinnar. Aðstandendur myndarinnar voru í góðum gír. Meðal gesta á sýningunni voru Bríet, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ari Eldjárn, Þorsteinn Bachmann, Hannes Þór Halldórsson, Villi Neto, Hildur Björnsdóttir, Vítalía Lazareva, Berglind Festival og Bergur Ebbi Benediktsson svo einhverjir séu nefndir.

Það var stemning í Smárabíói í gærkvöldi þegar íslenska myndin Villibráð var frumsýnd.Vísir/Hulda Margrét
Elsa María Jakobsdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson.Vísir/Hulda Margrét
Leikarar myndarinnar.Vísir/Hulda Margrét
Athafnakonan Brynja Dan ásamt kærasta sínum Jóhanni Sveinbjörnssyni.Vísir/Hulda Margrét
Gísli Örn ásamt Áslaugu Örnu.vísir/hulda margrét
Tónlistarkonan Bríet var í góðum gír.Vísir/Hulda Margrét
Ari Eldjárn og Jóhann Bjarni Kolbeinsson.Vísir/Hulda Margrét
Hjónin Björn Thors og Unnur Ösp.Vísir/Hulda Margrét
Hjónin Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.Vísir/Hulda Margrét
Hjónin Þorsteinn Bachmann og Gagga Jónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét
Vala Kristín og parið Þuríður Blær og Guðmundur.Vísir/Hulda Margrét
Anna Kristín Óskarsdóttir, Hannes Þór Arason, Hannes Þór Halldórsson og Villi Neto.Vísir/Hulda Margrét
Leikaraparið Arnór Björnsson og Kolbrún María.Vísir/Hulda Margrét
Erna Þórarins, Katrín Briem og Steindóra Gunnlaugsdóttir.Vísir/Hulda Margrét
Fjölmiðlafólkið Sunna Valgerðardóttir og Haukur Hólm.Vísir/Hulda Margrét
Hilmar Guðjónsson og Aníta Briem.Vísir/Hulda Margrét
Tónlistarkonan Ragga Hólm, kærasta hennar Elma Valgerður og tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét
Sævar Eyjólfs og Sigga Dögg kynfræðingur.Vísir/Hulda Margrét
Góa Briem og Álfgrímur Aðalsteinsson.Vísir/Hulda Margrét
Snædís Petra, Örn Arnarsson og Gísli Örn Garðarsson.Vísir/Hulda Margrét
Stefán Steinsen og Dagný Björk.Vísir/Hulda Margrét
Ragnheiður, Birgir og Aníta Briem.Vísir/Hulda Margrét
Kristín og Bjarni.Vísir/Hulda Margrét
Samfélagsmiðlastjarnan Jóhanna Helga Jensdóttir og kærasti hennar Geir Ulrich Skaftason.Vísir/Hulda Margrét
Bríet og Eydís.Vísir/Hulda Margrét
Finnur Pálmi Magnússon og Heiða Harðardóttir.Vísir/Hulda Margrét
Tyrfingur Tyrfingsson, Svava Tyrfingsson, Helga Karólína og Einir Tyrfingsson.Vísir/Hulda Margrét
Egill Eðvarðsson listamaður og Krístín Jórunn Hjartardóttir.Vísir/Hulda Margrét
Auður Markúsdóttir og Stefán Örn.Vísir/Hulda Margrét
Kalli, Kristof, Helga, Ólöf og Jónas FriðrikVísir/Hulda Margrét
Ísak Maximillian Eiríksson og samfélagsmiðlastjarnan Stefán John Turner.Vísir/Hulda Margrét
Brynjar Már, Gunnar Már, Rannveig og Sigþóra.Vísir/Hulda Margrét
Sigfús Árnason og tónlistarkonan Sigga Ósk.Vísir/Hulda Margrét
Sigríður og Garðar.Vísir/Hulda Margrét
Myndin var forsýnd í Smárabíó.Vísir/Hulda Margrét
Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi myndarinnar.Vísir/Hulda Margrét
Tyrfingur Tyrfingsson.Vísir/Hulda Margrét
Leikarar myndarinnar ásamt Elsu Maríu leikstjóra og Tyrfingi Tyrfingssyni handrithöfundi.Vísir/Hulda Margrét


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×