Hver eru þín gildi? Jón Jósafat Björnsson skrifar 5. janúar 2023 10:30 Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun