Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 15:00 Heilbrigðisfulltrúi hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. Vísir/Vilhelm Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“ Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“
Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20